Á morgun, þriðjudaginn 17. desember, verður þingfest við Héraðsdóm Reykjanes mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn 37 ára gömlum manni úr Reykjanesbæ fyrir brot gegn valdstjórninni.
Ákært er vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 2. febrúar á þessu ári, utandyra við Hrannargötu 3 í Reykjanesbæ. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa slegið með krepptum hnefa í vinstri síðu og vinstra gagnauga lögreglumanns sem var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut sýnilega áverka yfir vinstra gagnauga.
Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.