fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ráðuneyti veitti Eyjamönnum rangar upplýsingar

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 16. desember 2024 11:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði um miðja síðustu viku og meðal umræðuefna var bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál en samkvæmt því getur bærinn ekki kært synjun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á upplýsingabeiðni hans til nefndarinnar eins og ráðuneytið hafði haldið fram. Segir bæjarráð þetta vera sérstakt.

Málið varðar þá ákvörðun ráðuneytisins í október síðastliðnum að synja beiðni bæjarins um aðgang að gögnum sem lágu til grundvallar því að ráðuneytið samþykkti hækkun gjaldskrár HS Veitna á heitu vatni í bænum. Þau gögn sem bærinn fékk ekki afhent varða fjárhagsupplýsingar um hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum en ráðuneytið tók undir með fyrirtækinu um að þarna væru á ferðinni viðkvæmar upplýsingar sem undanþegnar væru upplýsingalögum. Í svari sínu til Vestmannaeyjabæjar sagði ráðuneytið að þessa ákvörðun væri hægt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Gaf bæjarráð skýrt til kynna í fundargerð að það yrði gert.

Ráðuneyti neitar Vestmannaeyjabæ um aðgang að gögnum

Svar hefur nú borist bænum frá nefndinni þar sem fram kemur að þvert á móti geti stjórnvald eins og bærinn ekki lagt fram kæru til nefndarinnar.

Bréf nefndarinnar er birt með fundargerð bæjarráðs. Í því kemur meðal annars fram að skylda til afhendingar gagna á grundvelli upplýsingalaga hvíli á stjórnvöldum og eftir atvikum öðrum aðilum sem felldir hafi verið undir gildissvið laganna. Upplýsingalög taki hins vegar, samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum, ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óski eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum.

Af því leiði að umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið teljist í þessu máli ekki hafa tekið ákvörðun um synjun um aðgang að gögnum sem Vestmannaeyjabær geti sem stjórnvald kært til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá nefndinni.

Sérstakt

Ljóst er því að sú fullyrðing umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um að Vestmannaeyjabær gæti kært synjun þess, á upplýsingabeiðni bæjarins, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var ekki rétt.

Í niðurstöðu fundar bæjarráðs Vestmannaeyja segir að það sé sérstakt að umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið, sem eigi að leiðbeina um kæruleið í máli sem þessu, skuli ekki gefa réttar leiðbeiningar eftir því sem fram komi í svarbréfi nefndarinnar. Leitað verði annarra leiða til að óska eftir aðgangi að umræddum gögnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu