fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Norður-kóreskir hermenn áttu slæma helgi í Rússlandi – 30 drepnir eða særðir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 18:30

Mynd/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermenn frá Norður-Kóreu áttu slæma helgi í Rússlandi en úkraínski herinn segir að 30 norður-kóreskir hermenn hafi dáið eða særst á vígvellinum í vesturhluta Kúrsk-héraðs í Rússlandi á laugardag og sunnudag.

Talið er að Norður-Kóreumenn hafi sent allt að tíu þúsund hermenn til að aðstoða Rússa í stríðinu við Úkraínu og hafa margir þeirra sinnt verkefnum í Kúrsk-héraði sem Úkraínumenn lögðu að hluta undir sig síðsumars. Rússar hafa verið í gagnsókn undanfarnar vikur og hafa harðir bardagar geisað í héraðinu að undanförnu.

Úkraínska herleyniþjónustan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá mannfalli Norður-Kóreumanna um helgina. Áttu bardagarnir sér stað nærri þorpunum Plekhovo, Vorozhba og Martynovka.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu stórt svæðið er í Kúrsk-héraði sem Úkraínumenn stjórna, en í lok nóvember sagði ónafngreindur úkraínskur herforingi við AFP að það væri um 800 ferkílómetrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Úr vinsæl í jólapakkana

Úr vinsæl í jólapakkana
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Mummi með umdeilda færslu um IceGuys – „Fullorðnir menn að taka sexapílið á táningsstelpur….?“

Mummi með umdeilda færslu um IceGuys – „Fullorðnir menn að taka sexapílið á táningsstelpur….?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hinn mikilvægi „flugskeytayfirmaður“ Pútíns fannst látinn

Hinn mikilvægi „flugskeytayfirmaður“ Pútíns fannst látinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svíar undirbúa sig undir stríð – Undirbúa hálfa milljón grafstæða

Svíar undirbúa sig undir stríð – Undirbúa hálfa milljón grafstæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni