Heilmikil umræða hefur sprottið á samfélagsmiðlinum TikTok vegna myndbands sem var tekið af konu, standandi á gangi flugvélar. Sá sem tók upp myndbandið hélt því fram að hún hefði staðið alla 7 klukkutíma ferðina.
„Kona í fluginu mínu stóð alla sjö klukkutímana og horfði á bíómyndina sína,“ sagði sá sem tók upp myndbandið. En hann kallar sig Envisionaries á TikTok. Greint er frá myndbandinu og umræðunum á miðlinum Indy100.
Í myndbandinu má sjá konu á flugvélaganginum með teppi vafið um sig. Þó það sé ekki tekið fram þá er nú líklegt að konunni hafi verið gert að sitja í flugtaki og lendingu.
@envisionaries #onthisday ♬ original sound – ❧☙
Hefur fólk velt því fyrir sér hvers vegna hún hafi gert þetta. Hugsanlega út af heilsunni eða vegna veikinda.
„Hún er heilsudrottning,“ sagði einn netverji. „Ég veit að þessi drottning stendur við skrifborðið í vinnunni.“
„Ég er með vefjagigt og ég verð að standa í flugi annars líður mér hræðilega,“ sagði annar. „Ég var með bakmeiðsli einu sinni sem voru þannig að ef ég sat of lengi gat ég ekki gengið eftir það. Það gætu verið heilsufarslegar ástæður fyrir þessu.“