fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Hvítar línur birtast á „græna veggnum“ við Álfabakka – „Fuglarnir mínir eru bara orðnir þunglyndir“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 16. desember 2024 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítar línur eru nú farnar að birtast á hliðum hinnar ógnarstóru grænu vöruskemmu sem hefur svipt íbúa í fjölbýlishúsi við Árskóga útsýni og dagsbirtu. Ungur maður sem á búseturétt í einni af íbúðunum sem hefur orðið verst úti segir að ástandið sé skelfilegt og hafi haft afar neikvæð áhrif á lífsgæði hans sem og tveggja páfagauka sem hann heldur. Hann er vongóður um að leyst verði úr málinu með skaðabótum eða að vöruskemman verði lækkuð.

Í samtali við DV segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið, að honum hafi brugðið verulega þegar ljóst var hversu hátt húsið var og hversu mikið það byrgði honum sýn úr íbúðinni. „Ég var ekki meðvitaður um hversu hátt húsið yrði og því var mikið áfall að sjá þetta rísa upp á ógnarhraða,“ segir maðurinn.

Vöruskemman reis upp á ógnarhraða og hefur haft afar neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa

Hann segir að framkvæmdin hafi gengið hratt fyrir sig og að hann hafi verið afar ósáttur við það ónæði sem hlotist hefði af. „Lætin hérna eru búin að vera gríðarleg síðustu mánuði. Það er unnið hratt og nánast aldrei friður. Ég hef nokkrum sinnum hringt í lögreglu því að reglur voru ítrekaðar brotnar, til að mynda með því að hefja störf fyrir klukkan 10 um helgar,“ segir maðurinn. Hann hafi brugðið á það ráð að vera nota hávaðaútilokandi heyrnatól á heimili sínu og meira og minna verið með þau á höfðinu síðustu mánuði þegar ég er heima.

Birta og útsýni var helsti kostur íbúðarinnar en eins og sjá má er hvorugt til staðar í dag.

Ekkert hafi þó getað búið hann undir „græna vegginn“ hrikalega sem hefur nú risið og svipt hann útsýni og dagsbirtu. „Þetta er alveg skelfilegt. Það sem ég kunni best að meta við þessa íbúð var birtan og útsýnið. Nú sé ég ekkert nema „græna vegginn“ og dagsbirtan hingað inn til mín hefur nánast horfið,“ segir maðurinn. Það sjáist best á tveimur páfagaukum sem hann heldur sem gæludýr. Frá því að húsveggurinn græni reis hafa fuglarnir verið meira og minna sofandi og virðast þeir halda að það sé viðvarandi kvöld eða nótt. „Fuglarnir mínir eru bara orðnir þunglyndir.“

Páfagaukarnir hafa verið meira og minna sofandi frá því að vöruskemman reis

Þá segist hann vera undrandi yfir því hversu mikill kraftur er í framkvæmdunum eftir að málið sprakk út í fjölmiðlum. „Mér finnst að þeir hafi gefið í varðandi uppbygginguna sem er skrýtið í ljósi þess að rætt hefur verið um að skoða það að lækka húsið eða jafnvel rífa það. Kannski er tilgangurinn sá að vera kominn lengra áleiðis til að þurfa síður að ráðast í niðurrif,“ segir íbúðarréttareigandinn. Aðspurður um línurnar hvítu og hvort að þær séu til að brjóta upp flötinn stóra segir hann: „Ég bara veit það ekki, en þetta er ekki mikil breyting til batnaðar.“

Framkvæmdatíminn reyndi mikið á íbúa

Í morgun var greint frá því að húsnæðissamvinnufélagið Búseti, sem á íbúðirnar við Árskóga, muni ekki sætta sig við orðinn hlut og muni leita til lögmanns vegna framkvæmdanna. Ungi maðurinn kveðst vongóður um að það muni leiða til skaðabóta eða þá að vöruskemman verði lækkuð. „Ef ekkert breytist þá er alveg ljóst að ég þarf að fá nýja íbúð. Ég get ekki búið við þetta ástand,“ segir maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Sagt upp á jólunum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“