fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á þrítugsaldri var þriðjudaginn 10. desember sakfelldur fyrir líkamsárás á leigubílstjóra. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákært var vegna atviks sem átti sér stað seint í janúar ár4ið 2023, inni í leigubíl við gatnamót Hofsvallagötu og Sólvallagötu, í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað slegið leigubílstjórann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar í kringum hægra auga, mar í hársverði, eymsli í vinstra viðbeini og tárublæðingu í hægra auga.

Hinn ákærði neitaði sök og bar við neyðarvörn, sagði hann að leigubílstjórinn hefði ráðist á sig og hefði hann brugðist við í sjálfsvörn.

Leigubílstjórinn, sem hringdi í lögreglu eftir árásina, greindi frá því að hann hefði tekið tvo menn upp í bíl sinn í miðborginni og ekið þeim í Vesturbæinn. Þeir tveir hefðu farið að rífast heiftarlega og þegar leigubílstjórinn reyndi að stilla til friðar réðst ákærði á hann með fyrrgreindum hætti.

Hinn farþeginn gat ekki gefið gagnlegan vitnisburð í málinu þar sem hann bar fyrir sig minnisleysi, en farþegarnir tveir voru mjög drukknir.

Dómarinn lagði ekki trúnað á vitnisburð ákærða, varðandi sjálfsvörn, og sakfelldi hann fyrir líkamsárás. Hins vegar fékk hann mjög vægan dóm og var það metið til refsimildunar að tafir urðu á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru.

Niðurstaðan var 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Ákærði var hins vegar dæmdur til að greiða leigubílstjóranum 350 þúsund krónur í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða rúmlega 833 krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er staðan í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir helgina

Svona er staðan í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir helgina
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn mikilvægi „flugskeytayfirmaður“ Pútíns fannst látinn

Hinn mikilvægi „flugskeytayfirmaður“ Pútíns fannst látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót