fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Björguðu augum félaga síns með snarræði

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 16. desember 2024 12:01

Skipið var inni á Seyðisfirði, skammt frá bænum, þegar slysið varð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér lokaskýrslu vegna slyss sem varð um borð í fiskiskipinu Frosta ÞH inni á Seyðisfirði í september síðastliðnum en þá fékk einn skipverja klór í augun. Með snarræði skipsfélaga hans tókst hins vegar að forða því að augun yrðu fyrir varanlegum skaða.

Um borð voru 12 skipverjar en þegar slysið varð var skipið inni á Seyðisfirði, í um 15 mínútna siglingar fjarlægð frá höfninni í samnefndum bæ, en skipverjar voru í miðjum klíðum við þrif.

Í skýrslunni kemur fram að slysið varð með þeim hætti að skipverjinn sem slasaðist var að hella klór í þvottakar að afloknum þrifum fyrir landlegu. Karið var tómt en svo illa vildi til að hann leit ofan í karið á meðan sjór var að renna í það. Klórblandaður sjór skvettist í augu hans en félagar mannsins náðu að koma honum strax til aðstoðar og hófu þegar í stað að skola augu hans. Skipinu var siglt strax af stað og var komið til hafnar á Seyðisfirði 15 mínútum síðar þar sem sjúkrabíll beið og kom skipverjanum undir læknishendur. Hann var óvinnufær í þrjá daga en hefur náð sér að fullu. Skipverjinn var ekki með hlífðargleraugu.

Segir í skýrslunni að eftir atvikið hafi um borð í Frosta verið settar reglur um notkun hlífðargleraugna auk þess að stútum í þvottakari var breytt á þann hátt að minni hætta væri á að vatn gæti skvest úr karinu. Skipstjóri Frosta hafi enn fremur tilkynnt atvikið samdægurs til rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Nota hlífar

Um klórinn sem var notaður í umrætt sinn segir í skýrslunni að hann hafi verið af 15 prósent styrkleika og sé ætlast til að hann sé blandaður vatni. Á umbúðunum sé tekið fram að nota eigi augnhlífar, hlífðarhanska og hlífðarfatnað. Þegar slysið varð hafi klórnum verið hellt í tómt kar og blandan því sterkari á meðan sjó var hleypt á karið heldur en við hefðbundna notkun. Megi leiða líkum að því að það hafi aukið á alvarleika atviksins, auk þess sem skipverjinn hafi litið ofan í karið án augnhlífa á meðan sjór var að renna í það.

Niðurstöður skýrslunnar eru þær að notkun augnhlífa hefði að öllum líkindum komið í veg fyrir slysið. Skjót viðbrögð annarra skipverja og að hinum slasaða félaga þeirra var fljótt komið undir læknishendur sé stór þáttur í að ekki fór verr. Það beri að hrósa áhöfninni fyrir skjót viðbrögð og að skipstjóri tilkynnti atvikið eftir örstutta stund.

Að lokum er í skýrslunni þeim ábendingum komið á framfæri að við notkun ætandi eða eitraðra efna skuli alltaf nota þann hlífðarbúnað sem tækniblöð segi fyrir um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur