fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Leikskólar stórfyrirtækja stórhættulegt fordæmi sem muni hafa alvarlegar afleiðingar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. desember 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingar, er ekki hrifin af því að stórfyrirtæki reki dagvistun fyrir börn. Slíkt sé til þess fallið að auka stéttaskiptingu og mismuna börnum eftir búsetu og vinnustað foreldra.

Alvotech hefur kynnt áform um uppbyggingu þriggja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um fyrirhugað dagvistunarheimili fyrir starfsfólk.

Inga Björk segir að með þessu sé búið að setja stéttaskiptingu í íslensku samfélagi í flýtimeðferð. Hún skrifar á Facebook: „Ég held að við munum sjá alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið og hið frábæra, en fjársvelta og brotna, leikskólastig.“

Inga Björk segir að það sé fyrirséð að stórfyrirtæki muni soga að sér vel menntaða og færa leikskólakennara sem hafa gefist upp á hinu opinbera. Þetta muni leiða til þess að opinbera leikskólakerfið endi í verri stöðu en áður. Staðan sé þegar grafalvarleg.

„Þá má spyrja hverjir munu í raun njóta góðs af þessum fyrirtækjaleikskólum? Í samfélagi þar sem þrif, húsvörslu og eldamennsku hefur verið útvistað til starfsmannaleiga, munu þeir sem eru neðst í goggunarröðinni, — fólkið sem skrúbbar klósettin í Arion banka — ekki njóta sama aðgengis að dagvistun. Konan sem vinnur þar þarf áfram að reiða sig á almenna leikskólakerfið, sem stendur ekki undir álagi.“

Eins sé ljóst að börn innflytjenda, fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa muni síður fá aðgang að þessari þjónustu. Sveitarfélögin sem styðja þetta framtak fyrirtækjanna séu að setja stórhættulegt fordæmi.

„Með því að leggja traust á stórfyrirtæki skapa sveitarfélög hættulegt fordæmi sem erfitt verður að snúa við. Fyrirtækin bera enga lagalega ábyrgð og geta haft þjónustuna eins og þau vilja, eins lengi og þau vilja.
Þá er nauðsynlegt að spyrja hvernig fjölbreytileikinn verður í þessum nýju leikskólum. Munu þau sinna þörfum fatlaðra barna, eða mun opinbera kerfið sitja uppi með þann „vanda“ á meðan fagmenntaðir kennarar yfirgefa það í leit að betri kjörum hjá fyrirtækjunum?

Viðskiptafræðingar og verkfræðingar njóta jú góðs af þessari þróun, en erum við tilbúin að samþykkja að börnum sé mismunað eftir búsetu og vinnustað foreldra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda