fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2024 14:30

Yoon Suk Yeol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóreska þingið hefur ákveðið að ákæra forseta landsins,  Yoon Suk Yeol, fyrir afglöp í starfi Þetta var niðurstaða kosningar í þinginu í dag en 204 þingmenn af 300 á þinginu kusu með tillögunni. 85 voru á móti en þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og átta voru ógild.

Ákæran kemur í kjölfar misheppnaðar tilraunar Yoon til þess að lýsa yfir herlögum í landinu þann 3. desember síðastliðinn. Yoon tók þá ákvörðun eftir átök á þinginu vegna fjárlagafrumvarps meirihlutans í landinu. Tilkynningin um herlögin féll í grýttan jarðveg og mótmælaalda og órói fylgdi í kjölfarið. Þingmenn brutust inn í þinghúsið til þess að greiða atkvæði um ályktun þess efnis að herlögin yrðu afnumin og sex klukkustundum síðar dró Yoon forseti ákvörðunina tilbaka. Þar með var staða hans orðin afar veik.

Róstursamt hefur verið í Suður_Kóreu síðustu ellefu daga og mótmælaalda riðið yfir

Síðustu ellefu dagar hafa verið róstursamir í Asíuríkinu en meirihluti landsmanna var afar ósáttur við ákvörðun Yoon, sem er þrettándi forsetinn í sögu Suður-Kóreu. Ákvörðun þingsins um að ákæra hann var til þess að mótmælendur fögnuðu margir ákaft fyrir framan þinghúsið.

Ákvörðun þingsins hefur þær afleiðingar að Yoon mun sjálfkrafa fara í leyfi frá störfum og forsætisráðherrann Han Duck-soo mun framfylgja skyldum embættisins. Stjórnlagadómstóll hefur nú 180 daga til að fara yfir málið og meta hvort að brottvikning Yoon verði staðfest. Verði það raunin munu Suður-Kóreumenn þurfa að kjósa nýjan forseta innan 60 daga frá ákvörðun dómstólsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur