fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2024 11:35

Drónar yfir New Jersey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að yfirvöld, sem og almenningur, í Bandaríkjunum og Bretlandi séu uggandi yfir dularfullum flygildum sem sést hafa á sveimi síðustu misseri. Enginn veit á þessari stundu hver uppruni þeirra er en yfirvöld hafa viðurkennt tilvist þeirra og segja að allt verði gert til þess að komast til botns í ráðgátunni.

Á samfélagsmiðlum hefur mikil umræða verið um málið og sérstaklega eru áhugamenn um fljúgandi furðuhluti á tánum og telja miklar líkur á því að fyrirbærin séu ekki þessa heims.

Daily Mail sló málinu upp á forsíðu sinni í morgun. Í umfjölluninni kemur fram að flygildanna varð vart yfir New Jersey um miðjan nóvembermánuð en síðan hefur tilkynningum um slíkt fjölgað í Bandaríkjum og Bretlandi. Bandaríski herinn viðurkenndi til að mynda á dögunum að óskilgreind flygildi hefðu sést yfir nokkrum herstöðvum Bandaríkjamanna á Bretlandseyjum.

Flygildin dularfullu hafa gert marga skelkaða

Ætla mætti að auðvelt væri fyrir að yfirvöld að komast að hinu sanna en umrædd flygildi virðast vera að einhverri háþróaðri gerð. Þannig vakti það mikla athygli þegar lögregluyfirvöld í New Jersey greindu frá því að þau hefðu sent dróna á loft til móts við ókunnug flygildi en sá hafi ekki átt roð í tækin sem stungu drónanna gjörsamlega af. Um var að ræða viðbragð við tilkynningu þess efnis að á fimmta tug flygilda hefðu komið fljúgandi utan af hafi.

En þó að samsæriskenningasmiðir séu á því að um geimverur sé að ræða þá eru margit á þeirri skoðun að fjandmenn Vesturlanda, til að mynda Rússar eða Íranir beri ábyrgð á flygildunum. Þannig beinist áhugi þeirra að stórum hlut að herstöðvum Bandaríkjamanna, sér í lagi þeim sem orðrómur er um að geymi kjarnavopn. Telja margir að um sé að ræða rússneska dróna af gerðinni Orlan-10 sem yfirleitt er flogið saman í hóp, 3-5 tæki í hvert skipti.

Hvort að einhverskonar árás sé yfirvofandi skal ósagt látið en sérfræðingar sem Daily Mail vitnar í telja að um sé að ræða nýjasta uppátæki Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, til þess að sá fræjum efasemda og ótta í Vesturlöndum. Flygildin dularfullu koma í kjölfar netárása, skemmdarverka á innviðum og innistæðulausum sprengjuhótunum sem leiddu af sér usla á breskum flugvöllum á dögunum.

Markmiðið með flygildinum sé að valda usla, safna upplýsingum og mæla viðbragðstíma loftvarna hjá bandarískum og breskum yfirvöldum.

En á meðan fjölgar tilkynningunum um slík flygildi og margar kenningar eru enn á lofti. Þannig fullyrti bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Jeff van Drew við blaðamenn á dögunum að um íranska dróna væri að ræða og þeir kæmu fljúgandi frá móðurskipi sem lúrði langt utan bandarískrar lögsögu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út