Í færslu á samfélagsmiðlum sagði hann að 370.000 meiðsli hafi verið tilkynnt en hafa verði í huga að inni í þessari tölu séu hermenn sem hafi særst oftar en einu sinni og að sum meiðslin séu minniháttar.
Hann sagði einnig að 198.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og 550.000 hafi særst.
Hvorki Rússar né Úkraínumenn hafa birt reglulegar upplýsingar um mannfall sitt en hins vegar hafa báðar þjóðirnar verið iðnað við að skýra frá mannfalli í röðum andstæðingsins.
Zelenskyy veitti síðast upplýsingar um mannfall úkraínska hersins í febrúar á þessu ári en þá sagði hann að 31.000 hermenn hefðu fallið.