fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoría Floresku, rússnesk kona sem hefur búið undanfarin ár á Íslandi og var flutt nauðungarflutningum frá Íslandi til Tbilisi í Georgíu fyrr í mánuðinum, fékk hjartastopp í morgun. Hneig hún niður og var flutt á bráðadeild sjúkrahúss í borginni.

Frá þessu greinir velgjörðarmaður Viktoríu á Íslandi, Gunnlaugur Gestsson, í Facebook-færslu og símtali við DV.

Sjá einnig: Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst

Gunnlaugi var mikið niðri fyrir er DV hafði samband við hann en hann berst sem mest hann má til að fá yfirvöld til að ógilda brottflutning Viktoríu frá landinu og hleypa henni aftur heim til Íslands þar sem hún hefur búið undanfarin ár.

Facebook-pistill Gunnlaugs um málið er eftirfarandi:

„VIKTORIA KOMIN Á BRÁÐADEILD Í GEORGÍU Í MORGUN. HNEIG NIÐUR!

Engin svör berast frá ráðamönnum vegna Viktoría Þórunn , sem íslensk yfirvöld hentu á götuna í Georgíu! Viktoria er frá Rússlandi. Enginn framsalssamningur er við Georgíu um að það megi losa sig við rússneska borgara sem ekki hafi fengið úrlausn á Íslandi! Óskað var eftir neyðaraðstoð og neyðarfundi með utanríkisráðherra vegna þessara ólögmætu aðgerða. Engin svör og engin viðbrögð hafa borist frá ráðherra! Er utanríkisráðherra kominn í jólafrí?

Róðurinn er þyngri því yfirvöld ætla að þegja málið í hel! Rétt er að geta þess að í gangi var umsókn um dvalarleyfi hennar vegna sérstakra tengsla við landið síðan í janúar 2024. Einnig umsókn til Alþingis síðan í júní 2024. Útlendingastofnun hefur ekki afgreitt þessar umsóknir vegna anna! Þeir eru að vinna úr almennum skjölum/umsóknum sem bárust þeim í nóvember 2023! Það er allt í molum bæði hjá stjórnvöldum og stofnunum ríkisins. Þeir unnu síðan hratt og örugglega að því að henda henni úr öryggi hjá fjölskyldu sinni hér á Íslandi og á götuna í Georgíu rétt fyrir jólin!

Engar upplýsingar fást hverjir bera ábyrgð á að teikna upp þessar ólögmætu aðgerðir! Það þarf að fá Umboðsmann Alþingis til að fara í skúffur til að finna þær upplýsingar. Slík kvörtun var send sl föstudag fyrir viku. Viktoria þvælist heimilislaus í Tbilisi en núna eru komnar næstum 2 vikur síðan hún var handtekin og færð í einangrun. Hún fékk taugaáfall og leið útaf í morgun. Hún er á bráðadeild sjúkrahúss í borginni í þessum skrifuðu orðum.

Erlendir fjölmiðlar er farnir að hafa samband og skilja ekki hvernig á því stendur að íslensk stjórnvöld hafi valið þessa leið, núna rétt fyrir jól í ljósi þess að Viktoria á hér sína fjölskyldu á Íslandi og hefur búið hjá okkur sl 4 ár!

Ég lýsi því hér með yfir að íslensk stjórnvöld munu verða gerð ábyrg fyrir þessum ólögmæta og níðingslegu handtöku, gíslingu og brottflutningi til ríkis Georgíu, lands sem hú hefur engin tengsl við!

Nú er það þannig að Viktoria er rússneskur ríkisborgari. Hún hefur m.a. mótmælt og minnst rússnesks stjórnarandsæðings Alexi Navalny https://en.m.wikipedia.org/wiki/Alexei_Navalny

, sem fangelsaður var í ágúst 2023 til 19 ára áður eitrað fyrir og síðan myrtur af rússneskum stjórnvöldum í fangelsi.

Viktoria hefur staðið vaktina og minnist Navalny bæði fyrir utan rússneska sendiráðið sem og við minningarathafnir. Gert er ráð fyrir að Viktoria sé á skrá rússneskra yfirvalda vegna stjórnarandstæðinga. Rétt er að geta þess að þrír af fyrrum lögmönnum Alexei Navalny hafa verið handteknir og sæta upplognum ákærum.

Að þessu sögðu er rétt að geta þess að Útlendingastofnun og Kærunefnd Útlendingamála telur Rússland vera fyrirmyndarríki. Ekkert sé því til fyrirstöðu að mæla með að umsækjandi sem er stjórnarandstæðingur flytji þangað aftur, en slíkar yfirlýsingar skína vel í geng þegar úrskurðir eru lesnir, er varðar Rússland. Það verði bara tekið vel á móti honum/henni þar eins og raunin var með Alexei Navalny og fleiri.“

Ríkislögreglustjóri segir rétt hafa verið staðið að málum

Gunnlaugur telur nauðungarflutning Viktoríu frá landinu hafa verið ólöglegan en embætti ríkislögreglustjóra telur rétt hafa verið staðið að málum. Heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra, HOF, annaðist brottlflutninginn og í svari við fyrirspurn Gunnnlaugs um málið segir fulltúi deildarinnar:

„Hlutverk heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra (HOF) er að annast og framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunnar og eftir atvikum úrskurðum kærunefnd útlendingamála. Þegar fyrir liggur lokaákvörðun stjórnvalda og aðili hefur ekki yfirgefið landið innan þess frest sem veittur er í ákvörðun er beiðni um fylgd send til HOF.  

Ef aðili sýnir ekki samstarf við að yfirgefa landið er hann fluttur af landinu í fylgd lögreglu. Áður en fylgd fer fram fær fólk tækifæri til að hafa samband við vini og fjölskyldu og pakka eigum sínum fyrir ferðina. Voru þessir kostir boðnir í þessu máli eins og öðrum.“  

Í svarbréfi sínu við þessu svari segir Gunnlaugur að verklagsreglur deildarinnar við brottflutning Viktoríu hafi verið þverbrotnar:

„Í fyrsta lagi þá var Viktoria Floresku handtekin er hún tilkynnti sig á lögreglustöð. Það var gert án fyrirvara og þrátt fyrir loforð um að það yrði ekki gert sinnti hún þessari óljósu ólögmætu tilkynningaskyldu. Efni bréfs sem varðar þessa tilkynningaskyldu var óundirritað og dagsett 19.11.2024, ritað í Hafnarfirði á bréfahaus Ríkislögreglustjóra.  Efni þess ber með sér að sinni Viktoria EKKI tilkynningaskyldu, þá geti hún átt von á handtöku.  Hún sinnir þessari íþyngjandi og ólögmætu tilkynningaskyldu en er svo handtekin þrátt fyrir að bréfið beri með sér að það sé ekki gert.  Er undirritaður kannaði frá hvaða aðila innan Ríkislögreglustjóraembættisins hefði ritað bréfið, þá fengust engin svör. Ríkislögleglustjóri hvaðst ekki kannast við bréfið og benti á almenna lögreglu í málinu. Lögð voru inn skilaboð til Ríkislögreglustjóra símleiðis þess efnis að ritari bréfsins hefði samband, en þeirri beiðni var ekki sinnt af hálfu Ríkislögreglustjóra. Enginn hafði samband.

Það eru hrein og klár ósannindi af þinni/ykkar hálfu að halda því fram að Viktoriu eða nánustu aðstandendum hefði verið boðið að pakka eigum hennar.  Henni var heldur ekki gefið tækifæri til að kveðja nánustu aðstandendur, heldur stungið í fangaklefa við Hverfisgötu. Ég myndi ráðleggja þér að kynna þér málið áður en þú heldur þessari fjarstæðu fram, því ekki vil ég halda því fram að þú vitir ekki betur á þessu stigi málsins.  Undirritaður var vitni að þessum aðförum enda hafði ég það hlutverk að keyra hana til að sinna þessari tilkynningaskyldu. Ennfremur var undirrituðum neitað um að hitta hana á lögreglustöð þar sem hún var í varðhaldi. Það er óábyrgt og illa gert af þér að halda öðru fram.  Ykkur til upplýsinga þá vil ég geta þess að í þessum töluðu orðum eftir 10 daga á götunni í Tbilisi hné Viktoria niður og var færð á sjúkrahús í Tbilisi í morgun.

Það er einnig rétt að geta þess að engar heimildir eru fyrir því að flytja Viktoriu til Georgíu, ríkis sem hún hefur engin tengsl við og henda henni á götuna þar.  Þætti vænt um að þú sendir mér þær heimildir, því ljóst er að útlendingastofnun hefur ekkert með þessa útfærslu að gera, eða viljið þið halda öðru fram?  Lögreglumenn stungu af í miðri aðgerð og skildu hana allslausa eftir á flugvelli í Tbilisi. Það er að sjálfsögðu meira í þessu máli sem verður kært til viðeigandi embætta bæði hér heima sem erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við