Sveitarstjórn í héraðinu Mogan á suðvesturströnd eyjarinnar Gran Canaria hefur ákveðið að setja á svokallaðan ferðamannaskatt.
Greint er frá þessu á vefsíðunni Canarijournalen.
Mogan er eitt af mestu ferðamanna héröðunum á eyjunni, þar sem höfuðstaður Kanaríeyja er. Austan við Mogan eru Maspalomas og Enska ströndin sem hafa verið mjög vinsælir ferðamannastaðir hjá Íslendingum.
Stjórn Kanaríeyja hefur hafnað að setja á ferðamannaskatt á öllum eyjunum og því hefur sveitarstjórn Mogan gripið til þess ráðs að setja sérstakan skatt á öll hótel í umdæminu. Ekki er útilokað að fleiri sveitarstjórnir feti í þeirra fótspor en Mogan er fyrsta sveitarstjórnin til að setja á slíkan skatt. Gríðarleg gremja hefur verið á meðal íbúa á eyjunum, og víðar á Spáni, með fjölda ferðamanna sem ýtt hafi upp verðlagi og húsnæðisverði.
Skatturinn er 0,15 evrur á hverja gistinótt og tekur gildi frá og með áramótum. Í Mogan eru ferðamannastaðirnir Taurito, Amadores, Cura, Tauro, Puerto Rico og Arguineguin.