fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Óánægja á tónleikum IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2024 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikillar óánægju gætir á samfélagsmiðlum með tónleika hljómsveitarinnar IceGuys sem fram fóru í Laugardalshöll fyrr í kvöld. Er óánægjan fyrst og fremst hjá foreldrum barna sem sáu lítið sem ekkert af því sem fram fór á sviðinu vegna foreldra sem stóðu fyrir framan þau og voru með börn sín á háhesti. Þeir foreldrar sem kvörtuðu voru margir hverjir ekki í aðstöðu til að hafa sín börn á háhesti.

Ein móðir skrifaði færslu á samfélagsmiðla um þessar aðstæður og fékk miklar undirtektir:

„Ég get ekki verið eina foreldrið sem fór svekkt af fjölskyldu Ice Guys tónleikunum með tvær litlar sálir sem urðu fyrir svo miklum vonbrigðum að sjá ekkert fyrir fullorðnu fólki með börn á háhest. Það þarf að gera betur!! Það var hræðilegt að horfa uppá öll börnin í örvæntingu að vilja sjá strákana á sviðinu en sáu ekkert.“

Það var kvartað undan þessu í fyrra líka og viðburðastjórnin gerði betur og færðu tónleikana og settu upp skjái en.. EKKERT barn sá sviðið NÉ skjáinn nema vera á háhest vegna þeirra sem voru með börnin á háhest. Það eru ekki allir foreldrar í þeirri stöðu að geta hent börnunum upp á háhest. Þið sem eigið eftir að fara gerið betur og setjið börnin á háhest aftast.

Þetta þarf ekki að vera svona

Færsla móðurinnar fékk töluverðar undirtektir:

„Þetta þarf alls ekki að vera svona og hvað þá á FJÖLSKYLDU tónleikum þar sem börnin eiga að vera í forgangi!!“

„Akkúrat mér finnst þetta á svo mörgum fjölskylduviðburðum.“

„Jebb! Bara menn 190cm með börnin á háhest! Þúst wtf! Ég er rétt um 160cm á ekki roð í þetta!“

„Ég er bara pínu brjáluð yfir þessu tilitsleysi til annara gesta!“

„Okkar sáu ekki neitt nema rassinn á næsta barni hversu mikið svekk búnar að bíða og bíða eftir þessu og enduðu á að hafa alveg eins getað verið heima með mynd af þeim í vasanum að hlusta á spotify.“

„Þetta er einhver annars konar frekja… mitt barn fær að sjá allt og þitt ekkert.“

„Jú, það eru 2 stórir skjáir sitthvoru megin við sviðið, er samt ekki viss um að litlu börnin hafi séð á þá fyrir öðrum foreldrum+börnum.“

„Já þetta var frekar pirrandi og við þurftum að halda á okkar allan tímann svo hann myndi sjá eitthvað.“

„En það sem mér fannst enn meira pirrandi er að fólk geti ekki bara horft á tónleikana og skilið símann eftir í vasanum! Voru margir sem voru að taka upp nánast öll lögin þannig eina sem maður horfði á voru hendur og símar hjá þeim sem voru fyrir framan mann!“

Sárvorkenndi

„Sárvorkenndi öllum svekktu bærnunum sem sáu ekkert.“

„Ég sjálf er 178 og sá varla neitt.“

„Mín 11 ára stóð alveg við sviðið þangað til það kom einhver fullorðinn kona með dóttur sína og ýtti minni stelpu í burtu ( svo fast að mín datt á grindverk og fékk marblett ) sagði svo að dóttir sín sæi ekki neitt fyrir henni !! Við mættum snemma til þess að hún gæti komist að sviðinu og endaði á fara svo aftast alveg miður sín eftir að kerlingin ýtti henni burt.. fokking frekja í fullorðnu fólki.“

„Mjög sammála, 8 ára sonur minn sá hvorki á skjáinn né sviðið fyrir fólki með börn á háhesti og ég er bara 150cm á hæð og átti erfitt með að sjá á skjáinn og ekki séns fyrir mig að sjá á sviðið!“

„Það þarf klárlega að skipuleggja þetta betur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“