fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2024 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt að leit að Áslaugu B. Traustadóttur sem fór að heiman frá sér á Tálknafirði síðastliðinn sunnudag og hefur ekki sést síðan hafi verið hætt að sinni. Tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:

„Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur.

Síðast var vitað um ferðir Áslaugar sunnudaginn 8. desember sl. Bifreið hennar fannst, mannlaus, á veginum rétt utan við þorpið á Tálknafirði, skammt frá flæðamálinu.

Ekkert bendir til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti.

Leitinni, sem hefur verið mjög umfangsmikil og nákvæm, hefur verið hætt um sinn. Henni mun þó verða fram haldið en þó með minna sniði.

Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 6 og lögreglan á Vestfjörðum vilja færa þakkir til allra viðbragðsaðila á Vestfjörðum sem tóku þátt í leitaraðgerðunum. En ekki síður er þeim viðbragðsaðilum sem komu lengra að færðar sérstakar þakkir. Þá er forsvarsfólki fyrirtækja á svæðinu færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag, t.d. í formi vinnuframlags starfsfólks, láni á bátum, búnaði, húsnæði, hráefni til matargerðar og fl.

Þá unnu slysavarnakonur á svæðinu mikilvægt verkefni, en það var að sinna matseld fyrir alla þáttakendur leitarinnar. En þegar mest var munu um 100 manns hafa unnið að leitinni síðustu daga.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur verið í sambandi við fjölskyldu Áslaugar undanfarna daga og upplýst um framvindu aðgerðanna. Hugur viðbragðsaðila er hjá ástvinum Áslaugar og öðrum ættingjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi