fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2024 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt að leit að Áslaugu B. Traustadóttur sem fór að heiman frá sér á Tálknafirði síðastliðinn sunnudag og hefur ekki sést síðan hafi verið hætt að sinni. Tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:

„Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur.

Síðast var vitað um ferðir Áslaugar sunnudaginn 8. desember sl. Bifreið hennar fannst, mannlaus, á veginum rétt utan við þorpið á Tálknafirði, skammt frá flæðamálinu.

Ekkert bendir til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti.

Leitinni, sem hefur verið mjög umfangsmikil og nákvæm, hefur verið hætt um sinn. Henni mun þó verða fram haldið en þó með minna sniði.

Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 6 og lögreglan á Vestfjörðum vilja færa þakkir til allra viðbragðsaðila á Vestfjörðum sem tóku þátt í leitaraðgerðunum. En ekki síður er þeim viðbragðsaðilum sem komu lengra að færðar sérstakar þakkir. Þá er forsvarsfólki fyrirtækja á svæðinu færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag, t.d. í formi vinnuframlags starfsfólks, láni á bátum, búnaði, húsnæði, hráefni til matargerðar og fl.

Þá unnu slysavarnakonur á svæðinu mikilvægt verkefni, en það var að sinna matseld fyrir alla þáttakendur leitarinnar. En þegar mest var munu um 100 manns hafa unnið að leitinni síðustu daga.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur verið í sambandi við fjölskyldu Áslaugar undanfarna daga og upplýst um framvindu aðgerðanna. Hugur viðbragðsaðila er hjá ástvinum Áslaugar og öðrum ættingjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður
Fréttir
Í gær

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“