Nýundirritaður kjarasamningur Læknafélags Íslands og við ríkið var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk í morgun klukkan 11.
86 prósent félagsmanna Læknafélagsins greiddu atkvæði með samningnum og kjörsókn var 81,6 prósent.
11 prósent félagsmanna greiddu atkvæði gegn kjarasamningnum en 2 prósent tóku ekki afstöðu.