fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2024 16:35

Victoras birti myndband af sumarhúsinu sem hann var að vinna við. (Skjáskot).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháinn Gediminas Saulys, sem fæddur er árið 1991, hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið landa sínum, Victoras Buchovskis að bana, í sumarhúsi að Kiðjabergi 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Gediminas er ekki ákærður fyrir morð heldur sérstaklega hættulega líkamsárás. Atburðurinn átti sér stað laugardaginn 20. apríl á þessu ári. Í ákæru er Gediminas sagður hafa veist að Victoras með margþættu ofbeldi þannig að hann hlaut bana af… „en atlagan beindist að höfði, hálsi og líkama V, þar á meðal með því að slá hann tvisvar í andlitið þar sem að hann sat á stól, þannig að hann féll í gólfið, allt með þeim afleiðingum að V hlaut af fjölþætta áverka, þar á meðal leðurhúðar- og húðbeðsblæðingar á vinstra gagnauga, hvirfil- og hnakkasvæði með undirliggjandi útbreiddri blæðingu í höfuðleðrið og vinstri gagnaugavöðvann, auk umtalsverðra blæðinga í vinstri hluta hálsins og á vinstra eyrnasvæðinu með undirliggjandi mjúkvefjarblæðingum og broti á efra vinstra horni skjaldbrjósksins, skrámur á höfði, undirhúðablæðingar á augnsvæðum og vinstri kinn, mar á framhluta nefs, slímhúðarblæðingar innanvert á neðri vör og aftarlega í slímhúð hægri kinnar, blæðingar í hægra ennisblaði og hægra gagnaugablaði og mikla og útbreidda áverka á heilavef í heila, litla heila og heilastofni, en V lést af völdum heilaáverkans,“ segir í ákærunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að Gediminas verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ekki koma fram neinar einkakröfur varðandi miskabætur í ákærunni.

Sagðist hafa fallið úr stiga

DV fjallaði um málið í vor og ræddi við vin Victoras heitins, sem einnig er frá Litháen en býr og starfar í Noregi. Hann hafði verið í sambandi við kærustu hins látna og hún greint honum frá því að skömmu eftir árásina hafi Victoras hringt í hana og sagst hafa fallið úr stiga og brotið rifbein.

Sjá einnig: Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Victoras var fæddur árið 1987. Vinur hans sagði hann hafa verið drykkfelldan en rólyndan og yfirvegaðan að eðlisfari.  „Hann var besti vinur minn og við vorum í sambandi næstum daglega þegar við bjuggum í Litháen og unnum saman,“ sagði maðurinn. Hann sagði að samband Victoras við kærustu hans hafi verið gott.

Upphaflega voru fjórir litháeskir menn handteknir vegna andláts Victoras en þremur, öllum nema Gediminas, var fljótlega sleppt úr haldi. Mennirnir unnu við að byggja sumarhús í Kiðjabergi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki