fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. desember 2024 21:00

Málið verður þingfest í mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn Lúðvíks Péturssonar hafa höfðað mál í Héraðsdómi Reykjavíkur með kröfu um að kveðinn verði upp dómur um að faðir þeirra sé látinn. Lúðvík er talinn hafa fallið í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík þann 10. janúar síðastliðinn.

Finnur Þór Vilhjálmsson, héraðsdómari, gerir það kunnugt að lögmaður fjögurra barna Lúðvíks hafi lagt málið fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag. Þrjú þeirra eru uppkominn en einn sonur ólögráða.

Lúðvík var fimmtugur að aldri, búsettur í Holtsgötu í Reykjavík. Hann var að starfa við að þétta sprungufyllingar eftir jarðhræringarnar í Grindavík við götuna Vesturhóp ásamt öðrum manni þegar slysið varð. Félagi hans skrapp frá en þegar hann kom til baka var Lúðvík horfinn. Björgunarsveitir gerðu leit og sigið var ofan í sprunguna en fljótlega var ákveðið að hætta leitaraðgerðum vegna þess að þær settu björgunarfólk í hættu.

„Sóknaraðilar telja atvik benda eindregið til þess að faðir þeirra, Lúðvík Pétursson, sé látinn og að uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 12. gr. laga nr. 44/1981 fyrir því að kveðinn verði upp dómur um að hann skuli talinn látinn,“ segir í kröfu barnanna.

En í þeirri lagagrein, í lögum um horfna menn, segir:

„Að svo búnu kveður dómari upp dóm í málinu, ef fallist er á að telja skuli hinn horfna mann látinn, en úrskurð, ef kröfu aðilja er hrundið.“

Horfinn í 11 mánuði

Benda börnin á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprunguna við Vesturhóp 29 í Grindavík þann 10. janúar árið 2024 og sé nú látinn. Þegar vinnufélagi Lúðvíks hafi snúið til baka hafi ný sprunga myndast á þeim stað sem Lúðvík hafði verið við störf á.

„Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024,“ segir í kröfunni. „Sóknaraðilar kveði leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast.“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum stýrði aðgerðunum og hann tók ákvörðun um að leitaraðgerðum skyldi hætt.

Sjá einnig:

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Börnin fjögur eru skylduerfingjar Lúðvíks og hafa lögmætra hagsmuna af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn í um 11 mánuði. Skilyrði laga séu uppfyllt, það er að sýnt sé í ljósi atvika að faðir þeirra hafi ratað í lífsháska og miklar líkur séu á að hann sé látinn.

Hver sem geti veitt upplýsingar mæti fyrir dóm

Í fyrirkalli segir að ef einhver telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar,  skuli sá hinn sami mæta á dómþing í Dómhúsinu við Lækjartorg þann 12. mars næstkomandi þar sem málið verður þingfest og fjallað um framkomna kröfu og tilkynna dóminum um þá vitneskju. Ella megi búast við því að Lúðvík skuli talinn látinn.

Í gær greindi DV og fleiri miðlar frá því að Dómsmálaráðuneytið hafi samþykkt beiðni fjölskyldu Lúðvíks á því að það fari fram óháð rannsókn á málinu. Bróðir Lúðvíks, Elías Pétursson, hefur verið í forsvari fyrir fjölskylduna og sagt að svara þurfi ýmsum spurningum varðandi afdrif bróður síns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við