fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2024 13:07

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), Ari Hermóður Jafetsson, var í morgun sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Brotin voru framin á árunum 2017-2018.

Í ákæru er Ari sagður hafa dregið sér samtals 1.665.600 krónur. Í ákæru eru lýsingar á bókhaldsbrellum sem Ari á að hafa viðhaft í því skyni að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað.

Málið kom upp árið 2020 en í desember það ár greindi Vísir frá því að Ari væri grunaður um að hafa braskað með veiðileyfi til eigin hagsbóta. Var hann kærður til lögreglu fyrir fjárdrátt um þetta leyti. Er því ljóst að málið hefur verið afar lengi í rannsókn.

Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara var Ari dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sakarkostnað upp á 650 þúsund krónur.

Ekki kom til fjársektar en Ari hafði gert samning um fullnaðaruppgjör við SVFR og var það lagt fram við málflutning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri