fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2024 13:07

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), Ari Hermóður Jafetsson, var í morgun sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Brotin voru framin á árunum 2017-2018.

Í ákæru er Ari sagður hafa dregið sér samtals 1.665.600 krónur. Í ákæru eru lýsingar á bókhaldsbrellum sem Ari á að hafa viðhaft í því skyni að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað.

Málið kom upp árið 2020 en í desember það ár greindi Vísir frá því að Ari væri grunaður um að hafa braskað með veiðileyfi til eigin hagsbóta. Var hann kærður til lögreglu fyrir fjárdrátt um þetta leyti. Er því ljóst að málið hefur verið afar lengi í rannsókn.

Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara var Ari dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sakarkostnað upp á 650 þúsund krónur.

Ekki kom til fjársektar en Ari hafði gert samning um fullnaðaruppgjör við SVFR og var það lagt fram við málflutning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis