fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitaði til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir að hann fékk bakreikning frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) út af ofgreiddum örorkulífeyri.

TR rakti að maðurinn hefði þegið bætur frá árinu 1998 en niðurstaða uppgjörs 2023 sýndi misræmi milli tekjuáætlunar og endanlegra tekna. Þetta mátti rekja til þess að maðurinn átti töluverðan sparnað inni á bankabók eða 39 milljónir.

Vegna innistæðunnar hafi hann fengið háar vaxtagreiðslur og fjármagnstekjur hans því vanáætlaðar í tekjuáætlun. Hann skuldi því rúmlega 1,1 milljón. Manninum hafi verið bent á að það væri mikilvægt að halda tekjuáætlun eins réttri og mögulegt er. Auk þess hafi verið bent á að upplýsingar í áætlun væru á hans ábyrgð.

Manninum hafi þegar verið boðin greiðsludreifing vegna skuldarinnar, að greiða um 31 þúsund á mánuði þar til skuldin er úr sögunni. Ofgreiðslukröfur beri enga vexti og því ætti þetta ekki að vera manninum of íþyngjandi.

Kærunefndin rakti að lögum samkvæmt sé lífeyrisþega skylt að veita TR allar nauðsynlegar upplýsingar svo hægt sé að taka ákvörðun um bótarétt og fjárhæð greiðslna. Eins sé skylt að tilkynna um breytingar á tekjum eða öðrum aðstæðum sem geti haft áhrif á greiðslur.

Maðurinn hafði reiknað með í tekjuáætlun að hann fengi um 1,2 milljónir í lífeyrissjóðstekjur. Þetta hafi nokkurn veginn staðist. Hins vegar hafði hann aðeins áætlað 130 þúsund í fjármagnstekjur. Fjármagnstekjurnar námu þó rétt rúmum 2,5 milljónum út af milljónunum í bankanum.

Úrskurðarnefndin benti manninum á að hann geti freistað þess að leggja fram beiðni um niðurfellingu ofgreiddra bóta TR. Slíkt sé stofnuninni heimilt að fallast á þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Við slíkt mat skal litið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna og hvort lífeyrisþegi hafi verið í góðri trú um greiðslurétt sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð