fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 14:08

Skarphéðinn Guðmundsson kveður RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skarphéðinn Guðmundsson hefur látið af störfum sem dagskrárstjóri RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skarphéðinn sendi vinum og samstarfsfólki fyrr í dag.

Þar kvaddi hann vinnustaðinn með virktum, sagðist eiga eftir að sakna samstarfsfólksins á RÚV en tími væri kominn á ný ævintýri. Fram kemur að hann muni sinna starfinu fram að áramótum.

Skarphéðinn, sem er sagnfræðingur að mennt, hefur starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Áður starfaði hann sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá árinu 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá árinu 2005. Þá starfaði hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið