Bandaríska hugveitan Institute of the Study of War skýrir frá þessu.
Rússar studdu stjórn Assad forseta af miklum móð og sendu meðal annars hersveitir til að aðstoða stjórnarher hans fyrir nokkrum árum. Þá nýttu þeir tækifærið og komu sér upp flotastöð í Tartu og herflugvelli í Khmeimim.
Ekki er vitað hvert flotinn fór en fregnir hafa borist af því að mörg skipanna haldi sig um 8 km frá höfninni. Hugveitan segir einnig að ekki sé hægt að fullyrða neitt um af hverju flotinn sigldi úr höfn núna.
Rússar vinna nú hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir herstöðvunum en á meðan óljóst er hver eða hverjir munu fara með völdin í Sýrland, þá er erfitt fyrir Rússa að tryggja sér áframhaldandi yfirráð.