fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 07:00

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Voldomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, varpaði þeirri hugmynd fram á mánudaginn að hægt verði að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en landið gengur í NATÓ.

Hann sagði þetta á fréttamannafundi í Kyiv en auk hans tók Friedrich Merz, leiðtogi þýsku stjórnarandstöðurnnar, þátt í fundinum.

Ummæli Zelenskyy féllu í ljósi þess að Donald Trump tekur við lyklavöldum í Hvíta húsinu eftir sex vikur en hann hefur sagt að binda verði enda á stríðið í Úkraínu fljótt og að Rússar og Úkraínumenn verði að setjast að samningaborðinu.

Úkraínumenn hafa þrýst mjög á um að fá aðild að NATÓ og hafa haldið því fram frá upphafi stríðsins að landið verði að fá tryggingu fyrir öryggi sínu til að koma í veg fyrir að Rússar ráðist aftur inn í landið þegar stríðinu lýkur.

Zelenskyy sagði að hersveitir frá öðrum löndum geti verið í Úkraínu svo lengi sem Úkraínu er ekki aðili að NATÓ. En til að þetta sé hægt verði að liggja skýrt fyrir hvenær Úkraína fær aðild að ESB og NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“