Hann sagði þetta á fréttamannafundi í Kyiv en auk hans tók Friedrich Merz, leiðtogi þýsku stjórnarandstöðurnnar, þátt í fundinum.
Ummæli Zelenskyy féllu í ljósi þess að Donald Trump tekur við lyklavöldum í Hvíta húsinu eftir sex vikur en hann hefur sagt að binda verði enda á stríðið í Úkraínu fljótt og að Rússar og Úkraínumenn verði að setjast að samningaborðinu.
Úkraínumenn hafa þrýst mjög á um að fá aðild að NATÓ og hafa haldið því fram frá upphafi stríðsins að landið verði að fá tryggingu fyrir öryggi sínu til að koma í veg fyrir að Rússar ráðist aftur inn í landið þegar stríðinu lýkur.
Zelenskyy sagði að hersveitir frá öðrum löndum geti verið í Úkraínu svo lengi sem Úkraínu er ekki aðili að NATÓ. En til að þetta sé hægt verði að liggja skýrt fyrir hvenær Úkraína fær aðild að ESB og NATÓ.