Héraðssaksóknari hefur ákært ónefndan mann fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fyrr á þessu ári flutt hingað til lands 805 stykki af OxyContin töflum, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Maðurinn flutti efnin hingað til lands innvortis sem farþegi með flugi erlendis frá en hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli.
Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á 805 töflum af OxyContin sem lagt var hald á við handtöku mannsins.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun, 11. desember.