fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 20:00

Gengi Bitcoin hefur hækkað hratt að undanförnu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur verið í hæstu hæðum síðustu vikur og á dögunum dró til tíðinda þegar gengið fór í 100 þúsund dollara. Bitcoin hefur sveiflast mjög á síðustu árum og til marks um það var gengið um þetta leyti í desember í fyrra 43 þúsund dollarar  og í desember 2022 um 15 þúsund dollarar.

Í ljósi þess hversu mjög gengið hefur hækkað síðustu mánuði velta margir því fyrir sér hvort enn sé tækifæri til að stökkva á Bitcoin-vagninn eða hvort áhættan sé hreinlega of mikil.

Breska blaðið Daily Mail ræddi við nokkra sérfræðinga í rafmyntabransanum og þeir eru á sama máli um að enn sé tími til að stökkva á vagninn. Þó borgi sig að fylgjast vel með gangi mála því það sem fer upp hafi tilhneigingu til að fara niður aftur.

Nær hámarki í lok næsta árs

Simon Peters er greinandi hjá eToro og hann telur að það sem er að gerast núna líkist mjög því sem gerðist í lok árs 2020.  Þá hækkaði gengið skarpt í kjölfar svokallaðrar helmingunar, en hún á sér stað á fjögurra ára fresti.

Bitcoin er takmörkuð auðlind og verða einungis 21 milljón eintök til af rafmyntinni. Á fjögurra ára fresti minnkar ný útgáfa um helming og hefur tilhneigingin í gegnum tíðina verið sú að gengið hækkar skarpt um 12 til 18 mánuðum eftir að helmingun á sér stað.

„Það segir okkur að hápunktinum í þessari atrennu verði náð í lok árs 2025 eða í byrjun árs 2026 eða þar um bil,“ segir Simon.

Mun hækka á næstu mánuðum

Glen Goodman, höfundur bókarinnar The Crypto Trader, telur að besti tíminn til að stökkva á Bitcoin-vagninn sé liðinn en enn sé þó von fyrir þá sem vilja vera með. „Samkvæmt mínum útreikningum gæti Bitcoin farið hæst í um 120 þúsund dollara í lok janúar og þá væri hugsanlega góður tími til að selja,“ segir hann og á jafnvel von á því að rafmyntir almennt lækki í verði um allt að tvo þriðju þegar líður á árið 2025.

Goodman bendir á að kjör Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta hafi drifið hækkunina síðustu vikur áfram. Hann sé þó ólíkindatól og ekki þurfi mikið til að gengið lækki hratt, til dæmis ef hann lendir upp á kant við Elon Musk.

Gæti tvöfaldast á næstu mánuðum

Petr Chromy, rafmyntamiðlari og hugbúnaðarverkfræðingur, hefur fylgst vel með gangi mála í rafmyntabransanum síðastliðinn tæpa áratug. Hann á von á því að Bitcoin muni hækka mikið á næstu mánuðum og jafnvel fara í 200 þúsund dollara fyrir næsta vor. Í kjölfarið gæti hins vegar komið mikill skellur.

„Ef það fer í 160 þúsund dollara mun ég selja allt mitt Bitcoin því ég held að slík hækkun geti bara endað í skarpri dýfu,“ segir hann. „Það gæti komið einhverjum á óvart en ég gæti trúað því að gengið falli niður í um 30 þúsund dollara síðla næsta árs. Ef það gerist þá kaupi ég aftur,“ segir Petr sem kveðst eiga um fimm milljónir króna í Bitcoin.

En eins og aðrir sérfræðingar nefna viðurkennir Petr að það sé erfitt að spá fyrir um framtíð Bitcoin. Hann átti til dæmis ekki von á því að Bitcoin færi í 100 þúsund dollara þegar hann byrjaði að sýsla með Bitcoin árið 2017. Þá var gengið 5.000 dollarar en sjö árum síðar hefur virðið tuttugufaldast.

250 þúsund dollarar?

Danny Scott, framkvæmdastjóri CoinCorner, segist eiga von á því að Bitcoin-markaðurinn verði líflegur næstu sex til tólf mánuði og verðið gæti mögulega farið í allt að 250 þúsund dollara. En í kjölfarið komi hins vegar skörp dýfa og myntin falla í verði um allt að 80%. Hún muni svo taka við sér aftur.

„Ég er bjartsýnn fyrir árið 2025, aðallega vegna þess að Donald Trump virðist vera jákvæður í garð Bitcoin og ætli sér með einhverjum hætti að notfæra sér myntina í ríkisfjármálum þó útfærslur liggi ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“