Selenskíj segir að frá því að Rússar réðust inn í landið í febrúar 2022 hafi 43 þúsund úkraínskir hermenn fallið og 370 þúsund slasast.
Selenskíj greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Sumir þeirra 370 þúsund sem hafa slasast hafa snúið aftur á vígvöllinn á meðan aðrir hafa hlotið alvarlegri meiðsli og þurft frá að hverfa.
Tölur um mannfall rússneska hersins hafa verið á reki en Selenskíj segir að samkvæmt upplýsingum Úkraínumanna hafi Rússar misst 198 þúsund hermenn í Úkraínu og 550 þúsund slasast.
Segir Úkraínuforseti að frá því í byrjun september hafi Rússar misst fimm til sex hermenn fyrir hvern hermann sem Úkraínumenn missa.