fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 07:23

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista sjö einstaklingar fangaklefa eftir nóttina.

Í Kópavogi var tilkynnt um umferðarslys þar sem bifreið hafði verið ekið utan í vegrið. Ökumaðurinn hafði yfirgefið bifreiðina í kjölfarið og látið sig hverfa, en lögregla var við störf á vettvangi þegar ökumaðurinn kom til baka. Hann var handtekinn á vettvangi, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Í hverfi 113 var tilkynnt um umferðarslys þar sem bifhjóli og jepplingi var ekið saman. Ökumaður bifhjólsins hlaut minniháttar meiðsli. Á Kjalarnesi var svo tilkynnt um eld í bifreið og var hún alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Í Árbæ var svo tilkynnt um tvo einstaklinga sem höfðu komið sér fyrir í geymslu húsnæðis í hverfinu og höfðu þeir kveikt eld til að ylja sér. Var einstaklingunum vísað út án vandræða. Í sama hverfi voru svo tveir handteknir eftir að átök brutust út á milli þeirra í heimahúsi. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og er málið í rannsókn.

Loks barst tilkynning um öskur kvenmanns koma frá íbúð í umdæmi lögreglustöðvar 4. Lögregla sinnti útkallinu en öskrin reyndust vera „á heldur jákvæðari nótum“ en óttast var um í fyrstu að því er segir í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans