fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. desember 2024 14:00

Valur segir að fjölmargar endurgreiðslubeiðnir hafi borist fyrir ferðir sem grandlausir ferðamenn fóru sannarlega í.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa lent í óprúttnum kínverskum netglæpamönnum sem falsa upplýsingar og kortanúmer viðskiptavina sem panta ferðir í góðri trú. Eftir að ferðinni er lokið er send beiðni um afturköllun greiðslu á þeim grundvelli að kort séu stolin.

„Við erum að tala um þyrluþjónustu, hvalaskoðun og ýmsar margra daga ferðir,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Your Friend in Reykjavik. Hjá honum sé um að ræða að minnsta kosti 20 færslur á ferðum, sem pantaðar voru frá Kína í gegnum hans fyrirtæki hjá öðrum íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Hann veit einnig til þess að fleiri fyrirtæki hafi lent í þessu.

Rangar upplýsingar og kortanúmer

Svindlið fer þannig fram að kínverskir ferðamenn kaupa ferðir og upplifanir í gegnum kínverska sölusíðu, sem ekki er vitað er hver er á þessari stundu. Þeir sem reka þessa síðu panta svo ferðir hér á Íslandi með fölsuðum upplýsingum.

„Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum og gefa upp röng tölvupóstföng og röng símanúmer en rétt nöfn. Síðan mæta gestirnir og fara í ferðina. Þegar sú ferð er farin þá er send beiðni um endurgreiðslu á þeim grundvelli að um sé að ræða stolin kort,“ segir Valur. Þá sé einnig skráð að ferðamennirnir séu Bandaríkjamenn þegar hið rétta er að þeir eru frá Kína.

Komast fram hjá auðkenningu

Hefur hann fengið svona endurgreiðslu kröfur (chargeback claim) frá bæði Straumi og Rapyd, en Straumur er dótturfyrirtæki Kviku og varð til við samruna Valitor og Rapyd. Þarf Valur að sýna fram á að þjónustan hafi verið afhent. Hann hefur ekki fengið neina aðstoð frá þessum fyrirtækjum við lausn málsins. „Straumur bendir á Rapyd og Rapyd bendir á Straum,“ segir hann.

Ferðaþjónustufyrirtæki kaupa auðkennisþjónustu af greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Til þess að um sé að ræða réttmæt kaup. Þetta heitir 3D Secure og hinir kínversku svikahrappar virðast komast fram hjá þessu.

Engin bein samskipti við kaupendur

Valur veit til þess að önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafi fengið sams konar beiðnir frá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Teya.

Þar sem ferðirnar hafa verið keyptar með fyrirtæki Vals sem millilið hefur hann ekki getað haft bein samskipti við neina viðskiptavini til að spyrja þá út í hvar ferðirnar voru keyptar. Auk þess að svara endurkröfubeiðnunum hyggst hann kanna málið hjá kínverska sendiráðinu, sem gefur út vegabréfsáritanir, og senda erindi til netglæpadeildar lögreglunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Langvarandi nágrannaerjur í Laugardal – Hafði sigur vegna leka af völdum framkvæmda nágrannans

Langvarandi nágrannaerjur í Laugardal – Hafði sigur vegna leka af völdum framkvæmda nágrannans
Fréttir
Í gær

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi