fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. desember 2024 15:29

Starfsfólk Tern Systems og HungaroControl sem tóku þátt í prófunum á Polaris kerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyrirtækið Tern Systems og HungaroControl hafa undirritað viðtökuvottorð fyrir prófunum á flugumferðarstjórnunarkerfinu Polaris sem þýðir að kerfið hefur gengið í gegnum ítarlegar prófanir og uppfyllt öll tæknileg og rekstrarleg skilyrði sem sett voru fram af kaupanda. Viðtökuvottorðið er stór áfangi í afhendingu kerfisins til HungaroControl sem sér um stjórnun flugumferðar yfir Ungverjalandi og Kosovo en flugstjórnarsvæðið hefur þurft að taka við aukinni flugumferð síðustu ár, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Innleiðing Polaris sem varakerfi er liður í að auka öryggi og skilvirkni í flugumferðarstjórnun á svæðinu, eins og segir í tilkynningu.

„Við hjá Tern Systems erum afar ánægð með þennan mikilvæga áfanga í afhendingu á Polaris kerfinu til HungaroControl. Það tekur langan tíma að innleiða kerfi fyrir stjórnun flugumferðar en Tern Systems og HungaroControl hafa í samvinnu þróað og aðlagað Polaris kerfið að þörfum Ungverjalands í tæp fjögur ár. Stefnt er að því að Polaris kerfið verði tekið í notkun á fyrri hluta árs 2026 fyrir flugstjórnarsvæðin yfir Ungverjalandi og Kosovo,” segir Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri Tern Systems.

HungaroControl er einn af tveimur helstu samstarfsaðilum Tern Systems í þróun Polaris kerfisins. Áður en HungaroControl kom að verkefninu höfðu Tern Systems og Isavia ANS haft samstarf um að þróa Polaris kerfið fyrir stjórnun flugumferðar yfir Íslandi og er stefnt á að taka Polaris í notkun sem aðalkerfi fyrir stjórnun aðflugs yfir Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á árinu 2026.

Magnús segir að náin samvinna við sérfræðinga frá HungaroControl og Isavia ANS hafi gert Tern Systems kleift að þróa Polaris kerfið fyrir flugleiðsögu á svæðum með ólíkar áskoranir.

„Viðtökuvottorðið fyrir prófunum er mikilvæg staðfesting á því að þróun Polaris kerfisins er í takt við þarfir og kröfur stórra alþjóðlegra viðskiptavina okkar og staðfesting á því að við erum á réttri leið.”

HungaroControl veitir flugleiðsöguþjónustu bæði í ungverskri lofthelgi og einnig yfir Kosovo. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið unnið brautryðjendastarf við að leiða og styðja nýsköpun til að bæta flugöryggi, auka afkastagetu, lækka kostnað flugfélaga og efla umhverfisvernd. „Við höfum verið að þróa Polaris ATM kerfið ásamt Tern Systems síðan 2020, og þessar prófanir  eru mikilvæg staðfesting á því að þróun Polaris ATM er í takt við væntingar okkar og þarfir,“ segir Gabor Szabo hjá HungaroControl.

Tern Systems hefur í um 30 ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir Tern Systems eru nú í notkun víða í Evrópu, Asíu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggja á löngu samstarfi við Isavia ANS sem sér um stjórnun flugumferðar yfir Norður Atlantshafið en svæðið er eitt það víðfeðmasta og umferðarmesta í heiminum í dag. Polaris er heildstætt hugbúnaðarkerfi sem er hannað til þess að stjórna flugumferð og uppfyllir kerfið ströngustu kröfur sem gerðar eru til stjórnunar flugumferðar í Evrópu. Hjá Tern Systems starfa yfir 80 manns en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“