fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BHM og BSRB taka undir gagngrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands ásamt öðrum stéttarfélögum innan þeirra vébanda, varðandi gervistéttarfélagið „Virðingu“. Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu þar sem rakið er að atvinnurekendur í veitingarekstri, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT)  hafi stofnað stéttarfélag fyrir starfsfólk á veitingamarkaði. Slík ráðstöfun gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði. Meginreglan sé að launafólk stofni stéttarfélög sín, ekki að atvinnurekendur geri það sjálfir.

BHM og BSRB rekja að þegar eru í gildi kjarasamningar um störf í veitingahúsum. Þar sé að finna mörg ákvæði um réttindi sem hafa áunnist með áratugalangri baráttu launafólks. Það sé því ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði, Virðing, hafi samið slík réttindi burt með „einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur“. Virðing hafi meðal annars samið um verri launakjör, lakari orlofsrétt og uppsagnarrétt og fleira.

Félagagjald í Virðingu sé sambærilegt á við félagsgjald í önnur stéttarfélög. Engu að síður virðist félagsfólk Virðingar ekki ávinna sér sambærileg réttindi í sjúkrasjóði eða rétt til fræðslustyrkja eða annarra styrkja.

„Það er forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks í eiginhagsmunaskyni. Slíkt hefur ekki bara neikvæð áhrif á réttindi launafólks heldur rýrir einnig stöðu atvinnurekenda sem vilja standa heiðarlega að rekstri fyrirtækja sinna. Starfsfólk á veitingahúsum er að stórum hluta ungt fólk og fólk af erlendum uppruna, sem mikilvægt er að eigi málssvara í öflugu stéttarfélagi sem hefur burði til að standa vörð um réttindi þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans