fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. desember 2024 20:09

Þorsteinn Bachmann leikari hefur leikið í auglýsingum fyrir HHÍ. Hann er ekki heppni vinningshafinn enda aðeins 59 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann var að vonum glaður tæplega níræði maðurinn sem vann 70 skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltunni í Happdrætti Háskóla Íslands þegar dregið var í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Allar götur síðan hefur hann átt þann miða auk annarra. Í gegnum tíðina hefur hann unnið fjölda vinninga en þetta er án efa langstærsti vinningurinn.
Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, 7 milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum.
Í tilkynningu segir að útdráttur kvöldsins sé skemmtilegur lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins þá vann einn miðaeigandi 50 milljónir króna  í maí,  12 miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljón króna hver. Að lokum hafa hvorki meira né minna en 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar öllum miðaeigendum stuðninginn síðastliðin 90 ár. Með kaupum á miða í Happdrætti Háskólans stuðla miðaeigendur að áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og tryggja Íslendingum blómlegt háskólasamfélag. Allur hagnaður af rekstri HHÍ fer í uppbyggingu Háskóla Íslands og hefur Happdrættið fjármagnað nær allar byggingar og tækjakost Háskólans frá stofnun þess.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“