fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 12:57

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling boðar til aðgerða gegn um 100 veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna aðildar þeirra að Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) en Efling hefur sakað samtökin um að halda úti gervistéttarfélaginu Virðing til að blekkja starfsfólk í veitingageiranum til að samþykkja kjör sem eru verri en þau sem kjarasamningur Eflingar og SA kveður á um.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu og með henni er birt bréf félagsins til aðildarfyrirtækja SVEIT á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að félagið hafi undir höndum félagatal SVEIT frá 11. september 2023. Félagaskráin hafi verið lögð fram af SVEIT vegna dómsmáls sem samtökin höfðuðu
í Félagsdómi á hendur Eflingu og tapað.

Í bréfinu segir að SVEIT standi á bak við félagið Virðing sem kynnt hafi verið ranglega sem stéttarfélag. Í stjórn þess sitji atvinnurekendur úr röðum SVEIT og nánir fjölskyldumeðlimir þeirra. Virðing sé ekki stéttarfélag heldur sýndargjörningur settur upp í þeim tilgangi að blekkja starfsfólk í veitingageiranum til að samþykkja lægri kjör en þeim beri samkvæmt kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins (SA). Virðing hafi undirritað kjarasamning við SVEIT þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum fari undir þann lágmarksrétt sem kveðið sé á um í kjarasamningi Eflingar og SA, réttindi þeirra skert í ótal atriðum og gengið gegn ákvæðum laga sem tryggi réttindi starfsfólks varðandi orlof, veikindi o.fl.

Margvíslegar aðgerðir

Í bréfinu segir að vegna þessa muni Efling grípa til aðgerða sem snúi bæði að SVEIT og að einstökum aðildarfyrirtækjum SVEIT. Þessar aðgerðir muni m.a. fela í sér eftirfarandi:

Könnun á lagalegum grundvelli þess að kæra einstök aðildarfyrirtæki SVEIT til lögreglu, með vísan til ákvæða 26. kafla almennra hegningarlaga um auðgunarbrot.

Opinber birting á nöfnum og vörumerkjum aðildarfyrirtækja SVEIT.

Auglýsingaherferð þar sem sérstök áhersla verði lögð á að birta nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT.

Heimsóknir á vettvang þar sem starfsfólk aðildarfyrirtækja SVEIT verði upplýst um „árásir“ SVEIT á launakjör og réttindi þeirra og upplýst um aðild viðkomandi fyrirtækis að SVEIT.

Aðgerðir á vettvangi þar sem viðskiptavinir aðildarfyrirtækja SVEIT verði upplýstir um „árásir“ SVEIT á launakjör og réttindi starfsfólks og upplýstir um aðild viðkomandi
fyrirtækis að SVEIT.

Stuðningur við mótmæli og lögmæta andspyrnu starfsfólks aðildarfélaga SVEIT á vettvangi gegn hvers kyns árásum SVEIT á launakjör og réttindi starfsfólks.

Stuðningur við allt starfsfólk veitingahúsa, hvort sem það hafi greitt iðgjöld til Eflingar eða ekki, við gerð launakrafna þar sem krafist verði greiðslu launa í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Slíkum kröfum verði fylgt eftir fyrir dómstólum og muni Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíki starfsfólk um laun með þessum hætti, segir að lokum í þessu bréfi Eflingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi