Núna á tíunda tímanum í morgun vantar enn lokatölur úr þremur kjördæmum en línur hafa skýrst mjög. Ljóst er að Samfylkingin vann stórsigur í kosningunum og er stærsti flokkur landsins. Viðreisn og Flokkur fólksins unnu kosningasigra og Miðflokkurinn vann verulega á.
Útkoma Sjálfstæðisflokksins er yfir niðurstöðum allra skoðunakannana sem margar gáfu fyrirheit um hrun flokksins. Miðað við það má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una en tapar samt töluverðu fylgi.
VG og Píratar falla af þingi og Sósíalistar, sem lengi vel voru inni á þingi í skoðanakönnunum, upplifa mikil vonbrigði.
Staðan á landsvísu í morgun er sú að Samfylkingin er með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 19,1% og 14 þingmenn.
Viðreisn hlýtur 15,8% atkvæða og fær 11 þingmenn.
Flokkur fólksins er með 14,3% og 10 þingmenn.
Miðflokkurinn fær 11,3% og 8 þingmenn.
Framsóknarflokkurinn, sem tapaði miklu fylgi, fær 7,3% og 5 þingmenn.
Píratar eru með 3,2% og eru ekki inni á þingi.
VG hlýtur 2,4% og engan þingmann. Jafnframt er atkvæðafjöldinn aðeins undir því lágmarki sem flokkur þarf til að fjárstyrk frá ríkinu.
Lýðræðisflokkurinn fékk 1%.