fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Trump undirbýr olíuvopnið gegn innflytjendum og Pútín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 04:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að nota olíu til margs annars en bara sem eldsneyti og til að búa til plast. Í heimi Donald Trump er kannski hægt að nota hana til að leysa sum af stærstu vandamálunum sem við er að etja.

Lobbíistar þrýsta nú mjög á Trump um að semja við Venesúela um kaup á olíu. Á móti muni Venesúela skuldbinda sig til að taka við ólöglegum venesúelskum innflytjendum frá Bandaríkjunum. Ef af þessu verður, þá mun það einnig til þess að setja aukinn þrýsting á Vladímír Pútín.

„Drill, baby, drill,“ var eitt af slagorðum Trump í kosningabaráttunni og engin vafi leikur á að þetta fór ekki fram hjá ráðamönnum í Kyiv, Moskvu og Caracas.

Trump hefur í hyggju að auka mjög vinnslu náttúrugass og olíu í Bandaríkjunum. Þetta ætlar hann að gera með því að heimila boranir á landi í eigu alríkisins og með því að leggja fleiri olíuleiðslur og afnema ýmsar umhverfisverndarkröfur.

Trump lofaði einnig að lækka orkukostnað Bandaríkjamanna um helming á næstu 18 mánuðum.

Ef það tekst, þá verður það hliðarávinningur að olíuverð mun lækka töluvert á heimsmarkaði. Jótlandspósturinn bendir á að það muni auka þrýstinginn á rússneskt efnahagslíf enn frekar en stríðsreksturinn í Úkraínu er að stórum hluta fjármagnaður með sölu á olíu og náttúrugasi til ríkja á borð við Kína og Indland.

Ef gengi dollarans hækkar samtímis þessu, reiknað er með að það gerist, þá mun verðið á ýmsum innfluttum vörum hækka og það eru slæmar fréttir fyrir rússneskt efnahagslíf. Sviðsmynd af þessu tagi mun auka þrýstinginn á Pútín þrátt fyrir að enginn reikni með að Trump geti staðið við loforð sitt um að stöðva stríðið í Úkraínu á fyrsta degi sínum í embætti.

Wall Street Journal segir að margir af vinum Trump í olíuiðnaðinum séu nú að undirbúa jarðveginn fyrir samning við Nicolas Maduro sem ræður lögum og lofum í Venesúela. Með slíkum samningi getur Venesúela aukið olíuframleiðslu sína gegn því að koma í veg fyrir að Venesúelabúar streymi í stríðum straumum til Bandaríkjanna.

Fjárfestar og hagsmunaaðilar í olíuiðnaðinum þrýsta nú á Trump um að falla frá harðri stefnu sinni um að þvinga stjórnarskipti í gegn í Venesúela og þess í stað semja við Maduro – meiri olíu gegn færri innflytjendum.

Að mati Flóttamannastofnunar SÞ þá hafa 8 milljónir Venesúelabúa flúið land. Um 700.000 þeirra eru í Bandaríkjunum.

Sumir hagfræðingar og fyrrum diplómatar hafa bent á að þetta sé að hluta til Bandaríkjamönnum að kenna því harðar refsiaðgerðir gegn landinu, aðallega gegn olíuframleiðslunni, hafi ekki virkað.

Í kosningabaráttunni lofaði Trump að senda flóttafólk frá Venesúela og Haítí heim. Ef hann semur við Venesúela um olíukaup þá verður það gegn því að Venesúela taki við flóttafólki sem verður sent flugleiðis heim en Trump hefur heitið að flytja milljónir innflytjenda úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana