fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Eyjan
Mánudaginn 9. desember 2024 15:30

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar alþingiskosninga er iðulega eitt helsta atriðið sem er rætt hvaða flokksleiðtogi hljóti umboð forseta Íslands til að mynda nýja ríkisstjórn og oftast fer ekki síður fyrir þessu umræðuefni í kosningabarátunni sjálfri. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn er hins vegar meðal þeirra sem vilja meina að þessi ofuráhersla á stjórnarmyndunarumboðið sé beinlínis skaðlegt lýðræðinu og hafi átt sinn þátt í því að flokkur hennar fékk ekkert þingsæti í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn.

Dóra Björt skrifar um hugleiðingar sínar á Facebook-síðu sinni og ber saman hvernig staðið er að myndun meirihluta á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur:

„Við myndun meirihluta í borgarstjórn fær enginn stjórnarmyndunarumboð og því er enginn þrýstingur á að það þurfi að gera einhvern flokk að stærsta flokkinum til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. Óþarfi er að kjósa strategískt – þú þarft bara að vera viss um að flokkar geti unnið saman. Þau sem geta myndað stjórn þau gera það bara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar verið stærstur í borginni síðan 2014 án þess að vera með borgarstjórastólinn eða meirihluta. Einungis því hann hefur ekki getað myndað meirihluta.“

Á forsetinn að velja forsætisráðherrann?

Dóra Björt segir að þessi ofuáhersla á stjórnmyndunarumboðið skaði lýðræðið og hafi ýtt fólki sem ætlaði sér að kjósa Pírata yfir í að kjósa taktískt til að hafa meiri áhrif á hvaða flokkur yrði stærstur. Stjórnmyndunarumboðið sé tímaskekkja:

„Nú veit ég að við Píratar þurfum að taka til hjá okkur, það er alveg ljóst og ég er bara spennt fyrir næstu misserum. En við vitum að við misstum atkvæði meðal annars vegna þess að fólk kaus Samfylkingu og Viðreisn strategískt með von um að Sjálfstæðisflokkur yrði ekki stærstur og myndi ekki fá stjórnarmyndunarumboðið. Þessar áhyggjur af stjórnarmyndunarumboðinu er vond skekkja sem hefur áhrif neikvæð á lýðræðið. Hún hyglir þeim stærstu og ýtir okkur í átt frá því að fleiri raddir heyrist. Þetta stjórnarmyndunarumboð er gamaldags, tefur ferlið og færir valdið til forseta – jafnvel þó þetta sé hálfgert formsatriði. Forseti á heldur ekki að velja forsætisráðherra. Ef ekki flokkarnir sín á milli þá frekar þjóðin.“

Bókstafurinn

Miðað við lagabókstafinn virðist þó vera erfitt að taka stjórnarmyndunarumboðið alveg út úr umræðunni um alþingiskosningar, að minnsta kosti formlega séð. Eins og flestir ættu að vita standa nú yfir stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar þess að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fékk umboð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn.

Árið 2015 var varpað fram þeirri spurningu á Vísindavef Háskóla Íslands hvaða reglur gildi um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum alþingiskosningum. Til svara varð Björn Reynir Halldórsson sagnfræðingur sem benti í svari sínu á þriðju grein laga um stjórnarráð Íslands, sem enn er í gildi, en þar segir:

„Forseti Íslands skipar forsætisráðherra. Forseti Íslands skipar aðra ráðherra samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Forseti Íslands veitir forsætisráðherra og ráðuneyti hans sem og einstökum ráðherrum lausn frá embætti samkvæmt tillögu forsætisráðherra.“

Björn segir að samkvæmt þessu þurfi sá stjórnmálamaður sem vilji mynda ríkisstjórn umboð forseta Íslands til þess. Um veitingu umboðsins gildi engar reglur og misjafnt hafi verið eftir forsetum hvernig staðið hefur verið að því og ekki hafi alltaf verið leiðtogi stærsta flokksins sem hafi verið fyrstur til að fá það.

Einnig má í þessu samhengi líta til 15. greinar stjórnarskrárinnar og þeirrar 17.:

„Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“

„Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.“

Formlega séð á því forsetinn að hafa aðkomu að því hver myndar ríkisstjórn þótt áhrif hans í þessum efnum séu vissulega takmarkaðri í raun og veru en þessi ákvæði gefa til kynna.

Það virðist því vera vandkvæðum bundið að losna alfarið við stjórnarmyndunarumboðið eins og Dóra Björt leggur til.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“