Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Sigurð Fannar Þórsson fyrir að bana 10 ára dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, þann 15. september síðastliðinn.
Vísir greindi fyrst frá.
Ákæra var birt Sigurði klukkan 15 og gæsluvarðhaldið yfir honum framlengt á sama tíma. Í ákærunni segir að Sigurður sé sakaður um brot í skilningi 211. greinar almennra hegningarlaga, það er um manndráp.
Ekki er vitað hvort þinghaldið verði opið eða lokað og ákæran hefur ekki verið afhent fjölmiðlum.