fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Ólafur hjólar enn á ný í kennara – „Hreinn og klár skepnuskapur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 14:00

Ólafur Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Hauksson, almannatengill og afa leikskólabarns á Seltjarnarnesi, hefur verið afar gagnrýninn á verkfallsaðgerðir kennara í haust, sem hafa aðallega birst í ótímabundnum verkföllum í nokkrum skólum. Ólafur hefur birt nýja grein um málið á Vísir.is þar sem segir:

„Tilgangslausu fimm vikna verkfalli Kennarasambandsins var frestað daginn fyrir kosningar. Sú frétt var fljót að drukkna undan stjórnmálaþrefinu. Forysta kennara gat því læðst á brott án þess að standa fyrir máli sínu.

Í fimm vikur hélt kennaraforystan litlum hluta af skólum landsins í gíslingu í gagnslausu, ótímabæru og skammarlegu tilraunaverkfalli.“

Ólafur segir verkfallið hafa sérstaklega komið illa við nemendum í þeim leikskólum þar sem kennarar lögðu niður störf, enda þau börn á sérstaklega viðkvæmum aldri:

„Álagið af leikskólaverkfallinu bættist ofan á þann veruleika foreldra að á þessum árum eru börnin mjög oft veik heima meðan þau taka út helstu smitsjúkdóma og herða ónæmiskerfið. Það var því hreinn og klár skepnuskapur af forystu kennarasambandsins að láta sér yfirleitt detta í hug að leggja niður störf á leikskólum. Reyndar virðist eitthvað hafa rofað til í kollinum á forystunni þegar hún bauðst til að hætta verkfallinu á leikskólunum gegn greiðslu lausnargjalds.“

Ólafur segir að verkfallsboðun kennara hafi verið ótímabær í ljósi þess að kröfugerð þeirra var ekki mótuð og viðræðugrundvöllur lá því ekki fyrir. Hann gagnrýnir einnig félagsdóm fyrir að hafa útskurðað verkfallsboðun kennara löglega:

„Samninganefnd sveitarfélaganna fór fram á að Félagsdómur úrskurðaði verkfallsboðun kennara ólöglega. Aðeins ætti að boða til verkfalla eftir að sáttasemjari hefði gert sitt ítrasta til að miðla málum, eftir atvikum með miðlunartillögu. Þá taldi samninganefndin að kennarasambandið hefði ekki lagt fram kröfugerð sem hægt væri að taka afstöðu til. Ekki væri minnst einu orði á eiginlegar útfærslur á kröfunni eða hvað hún myndi kosta launagreiðendur. Benti samninganefndin á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þyrfti kröfugerðin að liggja fyrir til að samningaviðræður gætu átt sér stað.

Þrátt fyrir þessa miklu galla á kröfugerðinni féllst Félagsdómur á sjónarmið kennara um að verkföll gætu þjónað þeim lögmæta tilgangi að stuðla að framgangi krafna þeirra. Þar skaut Félagsdómur sig rækilega í fótinn, því eftir 5 vikna verkfall voru kennarar og sveitarfélögin litlu nær um samningsgrundvöllinn. Dómarar Félagsdóms horfðu algjörlega framhjá forsögunni og skeyttu engu um það hversu ótímabært var að boða til verkfalla. Enda kom það á daginn, kennarar sáu sitt óvænna og frestuðu verkföllum.“

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana