Þetta er mat vestrænna embættismanna sem benda á að fyrir ekki svo löngu hafi Rússar getað skotið 5 fallbyssuskotum á móti hverju 1 skoti Úkraínumanna. Nú eru þeir aðeins sagðir geta skotið 1,5 skotum á móti hverju 1 skoti Úkraínumanna.
Vestrænir embættismenn segja að nokkrar ástæður séu fyrir þessari skertu getu Rússa. Má þar nefna takmarkaða framleiðslugetu rússneskra vopnaverksmiðja, erfiðleika við flutning á skotfærum til fremstu víglínu með járnbrautarlestum og drónaárásir Úkraínumanna á vopnageymslur.
Sky News skýrir frá þessu og segir að þessu til viðbótar hafi skotfærasendingar Vesturlanda aukið varnargetu Úkraínumanna.
Eins og fyrr sagði, þá virðast Rússar geta bætt sér þennan stórskotaliðsskort upp með því að nota svifsprengjur en notkun þeirra hefur aukist mjög mikið og hafa þær leikið Úkraínumenn grátt.