Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta mann til bana árið 1990 en hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Samtökin Innocence Project unnu að málinu og fór svo að honum var sleppt úr fangelsi 2017, auk þess sem hann fékk rúmar fjórar milljónir Bandaríkjadala í bætur.
En nú hefur Thomas játað á sig annað morð en hann var handtekinn nokkrum vikum eftir að hinn 38 ára gamli Akeem Edwards var skotinn til bana þann 3. janúar 2023. Mun hann hafa skotið Akeem til bana vegna 1.200 dollara fíkniefnaskuldar.
Bað Shaurn manninn um að selja fyrir sig kókaín og átti maðurinn að skila 1.200 dollara hagnaði af sölunni til hans. Það gerði hann hins vegar ekki.
Játaði Thomas sök í málinu síðastliðinn fimmtudag og verður dómur yfir honum kveðinn upp í febrúar næstkomandi.