fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Lúxuslíf bíður Assads og fjölskyldu hans í Moskvu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 14:30

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín eru mestu mátar. Mynd: Pixabay(Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bashar al-Assad, sem ríkti sem einræðisherra í Sýrlandi í rúm 20 ár, og fjölskyldu hans hefur verið veitt pólitískt hæli í Rússlandi.

Fjölskyldan; Bashar, eiginkona hans Asma og þrjú uppkomin börn, flúðu land eftir að uppreisnarmenn hrifsuðu völdin í Sýrlandi um helgina og bíður þeirra nú nýtt líf í skjóli Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Moldrík fjölskylda

Ljóst er að ekki mun fara illa um Assad-fjölskylduna í Moskvu enda er talið að eigur hennar nemi um tveimur milljörðum Bandaríkjadala, 276 milljörðum króna á núverandi gengi.

Þetta er samkvæmt mati bandarískra yfirvalda, að því er fram kemur í frétt Mail Online, og liggja þessir peningar víða; til dæmis á aflandsreikningum, í skúffufyrirtækjum og í fasteignum svo eitthvað sé nefnt.

Talið er að stórfjölskylda Assads hafi keypt á þriðja tug fasteigna í Moskvu á undanförnum árum – íbúðir og hús sem metin eru á rúma fimm milljarða króna.

Þannig er frændi Bashars, Mohammed Makhlouf, talinn hafa keypt að minnsta kosti 18 glæsilegar íbúðir í háhýsahverfi í Moskvu ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða eitt hæsta íbúðarhús Evrópu og eru moldríkir rússneskir forstjórar og framkvæmdastjórar á meðal íbúa þar.

Eiginkonan veik af hvítblæði

Eiginkona Bashar al-Assad heitir Asma al-Assad og er hún læknadóttir sem er fædd í London. Asma, er tæplega fimmtug að aldri, en hún hefur á undanförnu rúmu ári glímt við alvarlega tegund hvítblæðis. Hún er sögð hafa flúið frá Sýrlandi ásamt dóttur sinni til Rússlands í lok nóvember þegar ljóst þótti í hvað stefndi.

Yfirvöld í Moskvu staðfestu í morgun að Assad-fjölskyldunni hefði verið veitt hæli í Moskvu en Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, vildi ekki tjá sig neitt frekar um það eða hvar fjölskyldan væri niður komin.

Assad-fjölskyldan hefur komist í fréttirnar á undanförnum árum fyrir eyðslusemi og greindi Wikileaks til dæmis frá því árið 2012 að Asma hefði keypt ný húsgögn í forsetahöllina fyrir tæpar 50 milljónir króna og keypt sér skó fyrir rúma milljón á stuttu tímabili.

Synir þeirra Bashars og Asma eru 24 og 21 árs og svo eiga þau 22 ára dóttur. Búist er við því að þau muni búa í Rússlandi næstu árin ásamt foreldrum sínum. Bent er á það í umfjöllun Mail Online að tengsl Assad-fjölskyldunnar við Rússland séu býsna náin og þannig hafi elsti sonur hjónanna stundað nám við Ríkisháskólann í Moskvu og skrifað lokaritgerð sína á rússnesku. Hann útskrifaðist úr náminu í fyrra og var móðir hans viðstödd útskriftina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns