fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Handtóku tvo rúmenska menn með stolið góss frá Íslandi – Samverkakona þeirra handtekin á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. desember 2024 19:30

Frá aðgerðum á Malpensa flugvellinum í Mílanó. Mynd/Poliziadistato

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir rúmenskir karlmenn voru handteknir á Malpensa flugvellinum í Mílanó þann 24. nóvember síðastliðinn með stolið góss frá Íslandi. Kona, sem talin er hafa verið í samstarfi við þá, var handtekin á Íslandi.

Þetta kemur fram á Poliziadistato, fréttavef ítölsku lögreglunnar.

Mennirnir, sem eru 32 og 34 ára gamlir, voru stöðvaðir og síðar handteknir eftir komuna frá Keflavík eftir ábendingu frá alþjóðalögreglunni Interpol. Íslenska lögreglan hafði þá þegar handtekið konuna og var að leita að samverkamönnum hennar.

Í rannsókn málsins kom fram að mennirnir tveir höfðu fengið rauðan bakpoka, fullan af stolnu góssi, frá konunni.

Þegar flugvélin lenti biðu lögreglumenn eftir mönnunum en þeir reyndu að blanda sér inn í hóp komufarþega. Með þeim var ólögráða barn. Gerð var ítarleg skoðun á mönnunum. Annar þeirra var með grænan bakpoka og reyndist hinn áðurnefndi rauði bakpoki falinn inni í honum.

Í bakpokanum fundust 10 Apple iPhone símar og 3 nýir Samsung símar að heildarverðmæti um 1,5 milljón króna, 2 Verace ilmvatnsflöskur, 2 Blutooth heyrnartól og 4 greiðslukort.

Í yfirheyrslu gátu mennirnir ekki gert grein fyrir því hvernig góssið komst í þeirra hendur. Annar þeirra er á sakaskrá í Ítalíu. Allir munirnir voru gerðir upptækir og málið er nú til rannsóknar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming