Eins og greint var frá um helgina hefur uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham náð völdum í Sýrlandi og er forsetinn Bashar al-Assad flúinn land og kominn til Moskvu.
Mail Online birti meðfylgjandi myndband á vef sínum í morgun en það er sagt hafa verið tekið undir glæsihýsi þar sem hershöfðinginn Maher al-Assad bjó, en hann er bróðir Bashar al-Assad. Eru göngin sögð vera nógu breið til að ökutæki geti ekið þar í gegn. Eru göngin meðal annars búin fullkomnu loftræstikerfi.
Sjá einnig: Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Assad-fjölskyldan hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 1970 þegar Hafiz al-Assad, faðir Bashars, framdi valdarán og varð forseti. Hann var forseti Sýrlands til dauðadags árið 2000 og tók Bashar við völdum í kjölfarið.
Eins og að framan greinir er Bashar kominn til Rússlands þar sem hans bíður hæli en óvíst er hvar Maher er niðurkominn.
Massive tunnel complex beneath Maher Assad’s mansion, wide enough for trucks carrying Captagon and gold to drive through. pic.twitter.com/q7lmlLOfqi
— Akıncı (@YavuzSelim23_1) December 8, 2024
There are tunnels under Assad’s house, ready with ventilation, sitting rooms, bedrooms, locks and metal doors… pic.twitter.com/M5KYQU6jge
— purple pickle (@ummukhayr) December 8, 2024