fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. desember 2024 18:30

Kærasti Lainey fær sér sopa úr læknum. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlent par sem var á ferðalagi um Ísland í sumar stoppaði á göngu sinni til þess að drekka úr það sem virtist vera tær lækjarspræna. Parið, sem er frá Detroit borg í Bandaríkjunum, tók myndband af þessari huggulegu stundu. En sú stund átti eftir að breytast í martröð skömmu seinna.

Aðeins nokkrum metrum ofar rákust þau á hræ af dauðu dýri í læknum, líklegast kind.

„Við fengum algjöra viðbjóðstilfinningu þegar við áttuðum okkur á því að við höfðum verið að drekka úr vatninu neðar í læknum,“ sagði konan, sem heitir Lainey, við bandaríska tímaritið Newsweek.

Lainey deildi myndbandi af atvikinu á Instagram þann 29. ágúst síðastliðinn. Síðan þá hafa 6,8 milljón manns horft á það.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lainey (@basicallyalaina)


„Drekkið úr íslenskum lindum. Þetta er tærasta vatn í heimi!“ skrifaði Lainey yfir myndbandið. „Vissum ekki að það væri dauð kind aðeins 10 fetum ofar í læknum. Við lærðum okkar lexíu, alltaf að horfa upp lækinn.“

Margir netverjar hafa sett athugasemdir við færsluna. „Einhver hefur ekki horft nógu mikið á Bear Grills,“ sagði einn. Annar nefndi að fleira en hræ gæti leynst í lækjarsprænum. „Aldrei drekka úr vatni þar sem er mikið af lausum búfénaði, nema þú viljir drekka kúkavatn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming