fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Gagnrýnir frétt RÚV – „Ótrúlega illa unnin atlaga að heiðarleika Grindvíkinga“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. desember 2024 12:00

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margir Grindvíkingar fá húsnæðisstuðning þó fasteignafélagið Þórkatla hafi keypt húsnæði þeirra. Ekkert mælir gegn því að fólk leigi út húsnæði sem það keypti en njóti húsnæðisstuðnings“ sagði í fyrstu frétt RÚV í gærkvöldi.

Í fréttinni kemur fram að uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðarhúsnæði grindvíkinga eru langstærsta stuðningsaðgerð stjórnvalda við íbúa bæjarins. Í lok október var búið að ganga frá kaupum á 900 íbúðum.

„Já, ég held að það sé óhætt að fullyrða það að þessi stuðningur er ríflegur. Og það þarf í raun og veru að endurskoða lögin um húsnæðisstuðninginn. Og setja frekari takmarkanir á hann,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar.

Ekkert í lögum kemur í veg fyrir að leigja eign út og þiggja um leið leigustuðning

Í skýrslu forsætisráðherra sem kom út þann 8. nóvember segir að talsverður hluti heimila í bænum hafi enn fengið sértækan húsnæðisstuðning greiddan um mánaðamótin október/nóvember, þótt nokkuð væri um liðið síðan mörg þeirra hefðu fengið greitt frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. Ekkert í lögum kemur í veg fyrir að fólk leigi út nýja fasteign og þiggi einnig sértækan leigustuðning.

„Talsverður hluti heimila í bænum fékk enn greiddan sértækan húsnæðisstuðning um mánaðamótin október/nóvember 2024 þótt nokkuð væri um liðið síðan mörg þeirra höfðu fengið greitt frá Þórkötlu. Ekkert í lögum kemur í veg fyrir að fólk leigi út hina nýju íbúð sem það hefur keypt utan Grindavíkur en njóti áfram hins sértæka leigustuðnings. Leigustuðningurinn er mjög ríflegur og lítill hvati er til þess að flytja í eigið húsnæði sem er keypt með fjármunum frá Þórkötlu, sérstaklega á meðan innlánsvextir eru háir. Hægt er að sækja um sértækan húsnæðisstuðning vegna leigugreiðslna fram að næstu áramótum.“ (Sjá bls. 33).

„Þessi húsnæðisstuðningur hann hjálpar mörgum. En það er alveg hárrétt að það eru fleiri að fá hann en sem þurfa beinlínis á honum að halda núna,“ segir Árni við blaðamann RÚV og segir að greiðsla húsnæðisstuðnings hafi farið fram lögum samkvæmt.

Segir vegið að heiðarleika íbúa

Björn Birgisson grindvíkingur segir þessa frétt RÚV vera „ótrúlega illa unnin atlaga að heiðarleika Grindvíkinga.

Fréttin var sérlega illa unnin og RÚV til vansæmdar. Grindvíkingar eru viðkvæmur hópur í dag og eiga ekki skilið að vera sakaðir um svona nokkuð, en fréttin virkaði eins og ásökun í mínum augum og eyrum.

Segir Björn að vel megi vera að einhver slík undantekningadæmi finnist, en fullyrðingin í frétt RÚV sé algjörlega út í hött og einstaklega heimskulega fram sett.

Gefið er í skyn að þegar 95% greiðslan frá Þórkötlu hafi verið innt að hendi, þá hafi Grindvíkingum verið allir vegir færir með fúlgur fjár á milli handanna. Svo var ekki. Allir ætluðu að græða á neyð Grindvíkinga og ekki var óalgengt að til þess að eignast sambærilegt húsnæði og það sem fasteignafélagið Þórkatla keypti þyrfti að bæta um 20 milljónum við það söluverð á yfirþöndum markaðnum.

Fjölmargir keyptu húsnæði á hlaupum á yfirverði og komust svo að raun um að húsnæðið stóðst engan veginn lágmarkskröfur og hefði aldrei selst á svona verði við venjulegar aðstæður. Viðgerðir og endurbætur taka sinn tíma og erfitt að fá mannskap í þau verk.

Björn Birgisson
Mynd: Facebook

Segir Björn að það þýði ekki að líta á gerða kaupsamninga og segja svo að nú þurfi grindvíkingar ekki lengur leigustuðning.

Það er algjört lágmark að fasteignafélagið Þórkatla hreinlega láti kanna aðstæður þess fólks sem hér var verið að saka um að hirða fjármuni frá ríkinu án þess að vera í neinni neyð. RÚV á skilyrðislaust að biðja Grindvíkinga alla afsökunar á þessum ótrúlega viðvaningslegu vinnubrögðum og það á Árni Þór, formaður Grindavíkurnefndarinnar, líka að gera.

Eins og áður hefur komið fram var grindvíkingum sem seldu fasteignir sínar til fasteignafélagsins Þórkötlu gert að tæma fasteignina innan ákveðins tíma áður en eignin var afhent, svona eins og hefðbundið er við fasteignakaup. Varð það til þess að margir íbúa, sem bjuggu í minna húsnæði en áður eða jafnvel inni á ættingjum og vinum, hentu stórum hluta búslóðar sinnar á haugana. 

Tíu mánuðum eftir rýmingu bæjarins tilkynnti fasteignafélagið að það hygðist bjóða fyrrum eigendum húsnæðis í Grindavík upp á bæði leigusamninga og svokallaða hollvinasamninga. Þann 19. nóvember gafst grindvíkingum síðan kostur á að gera slíka samninga.

Sjá einnig: Grindvíkingar eiga nú kost á takmörkuðum afnotum af húsum sínum í bænum

Björn kemur inn á hollvinasamningana og segir að miklu nærtækara væri fyrir RÚV að yfirheyra forráðamenn fasteignafélagsins og spyrja þá hvers vegna í ósköpunum þeir

þvinguðu alla Grindvíkingana sem seldu félaginu eignir sínar til að tæma þær algjörlega þótt enginn væri að fara í þær!

Og hvers vegna þeir gátu ekki drullast til að svara nánast hópkalli frá Grindvíkingum um umgengnisrétt  við seldu eignirnar sínar fyrr en allt of seint – og allt húsnæðið orðið algjörlega tómt. Fólki var algjörlega meinað að skilja það eftir í húsunum sem nauðsynlega þarf að vera ef svokallaður hollvinasamningur er gerður. Nú er hann víst í boði. Þeir sem þiggja boð Þórkötlu um slíkan samning þurfa að byrja á því að kaupa nýtt í stað alls þess sem hent var – algjörlega að óþörfu. Þetta eru ekki boðlegir stjórnunarhættir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti