fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Efling segir kjarasamning Virðingar andstæðan lögum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. desember 2024 10:52

Virðing er sögð vera með heimilisfang að Ármúla 6. Skjáskot/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt harðlega undanfarna daga kjarasamningi verkalýðsfélagsins Virðingar við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Er fullyrt að Virðing sé gervifélag á vegum aðila á veitingamarkaði sem sé ætlað að rýra kjör starfsfólks í geiranum. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér fyrr í morgun segir að sérfræðingar félagsins auk utanaðkomandi lögfræðinga hafi kannað nánar kjarasamning Virðingar við Sveit og niðurstaðan sé sú að hann gangi ákvæðum fjölda laga.

Tilkynning Eflingar er mjög ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að kjarasamningur Virðingar við SVEIT gangi gegn ákvæðum fjölda laga og fullnægi ekki öðrum lagaákvæðum, auk þess sem færa megi fyrir því sannfærandi rök að hann brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verði lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiði breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA. Efling hafi lagt mat á kjarasamning Virðingar og SVEIT og borið saman við ákvæði samnings Eflingar og SA frá því í vor. Niðurstaðan sé að fyrrnefndi kjarasamningurinn sé ósamrýmanlegur við lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sem og lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Þá séu jafnframt ákvæði í samningnum sem kunni að vera gagnstæð eða fullnægja ekki
skilyrðum ýmissa laga. Þar á meðal eru lög um rétt verkafólks til uppsagnarréttar og til launa
vegna sjúkdóms- og slysaforfalla; lög um 40 stunda vinnuviku; lög um orlof; lög um jafna
meðferð á vinnumarkaði og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Launataxtar Eflingar verði hærri

Í tilkynningunni segir enn fremur að það sé rétt sem SVEIT hafi haldið fram að taxtar samkvæmt samningi við Virðingu feli í sér hærrri grunnlaun en í samningi Eflingar og SA en það muni breytast í febrúar þegar samningsbundin launahækkun samkvæmt síðarnefnda samningnum taki gildi. Sá munur muni haldast fram í nóvember og verða svo aftur í febrúar 2026.

Ákvæði samnings SVEIT um Virðingu um að dagvinnukaup skuli greitt á laugardögum sé brot á lögum um 40 stunda vinnuviku.

Í samningi Virðingar sé heldur ekkert um að greitt skuli vaktaálag eftir klukkan 17 á virkum dögum og að degi til á laugardögum. Þar að auki sé það vaktaálag sem kveðið sé um á töluvert minna en í samningi Eflingar og SA.

Í samningi Virðingar og SVEIT sé einnig réttur til desemberuppbótar þrengdur.

Líklega sé brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár

Í tilkynningunni segir ennig að ákvæði í kjarasamningi Virðingar og SVEIT feli líklega í sér brot gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þar er vísað til skilgreinignu á þjálfunartíma sem í raun geti orðið þrjú ár að lengd en samkvæmt samningnum frá starfsmenn á aldrinum 18-21 árs greitt sem nemur 95 prósent af heildarlaunum. Þjálfunartími sé takmarkaðri í samningi Eflingar og SA og í tilkynningunni er því haldið fram að þetta ákvæði fyrrnefnda samningsins geti mögulega falið í sér mismunun á grundvelli aldurs.

Í tilkynningunni eru síðan tíunduð ýmiss önnur atriði sem Efling fullyrðir að feli í sér kjaraskerðingu fyrir félagsmenn Virðingar miðað við samning Eflingar og önnur sem fullyrt sé að gangi líklega gegn ákvæðum laga.

Nefnd eru veikari ákvæði um hvíldartíma, skert orlofsréttindi, skert réttindi foreldra, minni réttur til greiðslu sjúkrakostnaðar og vísað sé til laga um fæðingarorlof sem séu ekki lengur í gildi. Sömuleiðis brjóti samningur Virðingar gegn Evrópu-tilskipun sem tekinn hafi verið upp hér á landi og kveði á um upplýsingar um ráðningarkjör. Uppsagnarfrestur sé skertur í samningnum sem og réttur trúnaðarmanna.

Loks segir í tilkynningu Eflingar að ekki verði séð af samþykktum Virðingar að félagið starfræki sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð.

Tilkynningu Eflingar í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi