Kyiv Independent segir að hún hafi þá sagt að ráðuneytinu hafi borist 48.000 umsóknir um DNA-rannsóknir frá aðstandendum sem leita að hermönnum sem er saknað í Úkraínu.
Hún sagði að DNA-sýnin séu geymd í gagnabanka.
Talan sem hún nefndi veitir innsýn í þann földa hermanna sem er saknað því rússnesk yfirvöld fara með slíkar tölur eins og ríkisleyndarmál.
Hún lagði þó áherslu á að fjöldi umsókna sé ekki sá sami og fjöldi saknaðra hermanna. Margir þeirra muni finnast og talan nái bara yfir hversu margir hafi leitað til ráðuneytisins.
Mediazona og BBC segja að staðfest hafi verið að tæplega 80.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja þó að allt að 200.000 rússneskir hermenn hafi fallið í því.