Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu. Fram kemur að minnst 314 börn frá hernumdu svæðunum í Donetsk og Luhans hafi verið flutt nauðug til Rússlands.
Í skýrslunni er því slegið föstu að Pútín hafi sjálfur yfirumsjón með þessu og að Maria Lvova-Belova, ráðherra málefna barna, sjái um framkvæmdina fyrir hans hönd.
Börnin eru oft sögð vera munaðarlaus eða þá að foreldrar þeirra hafi yfirgefið þau. Þeim er komið fyrir hjá rússneskum fósturfjölskyldum og „enduruppalin“ út frá þjóðernissinnaðri rússneskri hugsun. Markmiðið er að eyða öllu úkraínsku úr fari þeirra.
Börnin eru flutt með herflugvélum og öðrum flugvélum á vegum Pútíns. Talið er að mun fleiri börn en 314 hafi verið nauðungarflutt til Rússlands.
Nauðungarflutningar á börnum eru skilgreindir sem þjóðarmorð í Genfarsáttmálanum.