fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. desember 2024 15:30

Efling hefur blásið í herlúðra gegn SVEIT og Virðingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýskráður formaður veitingamannafélagsins SVEIT, Björn Árnason, er giftur Hrefnu Sætran sem á Kampavínsfjelagið með Jóhönnu Sigurbjörgu Húnfjörð, stjórnarkonu í Virðingu sem SVEIT gerði umdeildan kjarasamning við. Eiginmaður Jóhönnu, og meðeigandi í Kampavínsfjelaginu, Styrmir Bjarki Smárason, er þar að auki rekstrarstjóri Fiskmarkaðarins, sem er í eigu Hrefnu Sætran.

Verkalýðsfélagið Efling hefur blásið í herlúðra gegn SVEIT og Virðingu, sem þau segja vera gervistéttarfélag. Það er félag sem stjórnað er af atvinnurekendum sjálfum en ekki launafólki.

Hrefna Sætran veitingakona. Mynd/Brynja

Í gær greindi DV frá því að Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK, væri í stjórn SVEIT og hafi þangað til fyrir skemmstu verið skráð formaður félagsins. Varamaður í stjórn Virðingar er 18 ára dóttir hennar Ronja Björk Bjarnadóttir. Sem sagt mæðgur sitja sitt hvorum megin við borðið við gerð kjarasamninga.

Sjá einnig:

Nafntogaðir veitingamenn á meðal þeirra sem Efling hefur blásið í herlúðra gegn

En eins og hér að ofan kemur fram eru tengsl þessara félaga enn þá meiri. Formaður SVEIT hefur eigna og fjölskyldutengsl við stjórnarkonu Virðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar