fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. desember 2024 15:30

Efling hefur blásið í herlúðra gegn SVEIT og Virðingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýskráður formaður veitingamannafélagsins SVEIT, Björn Árnason, er giftur Hrefnu Sætran sem á Kampavínsfjelagið með Jóhönnu Sigurbjörgu Húnfjörð, stjórnarkonu í Virðingu sem SVEIT gerði umdeildan kjarasamning við. Eiginmaður Jóhönnu, og meðeigandi í Kampavínsfjelaginu, Styrmir Bjarki Smárason, er þar að auki rekstrarstjóri Fiskmarkaðarins, sem er í eigu Hrefnu Sætran.

Verkalýðsfélagið Efling hefur blásið í herlúðra gegn SVEIT og Virðingu, sem þau segja vera gervistéttarfélag. Það er félag sem stjórnað er af atvinnurekendum sjálfum en ekki launafólki.

Hrefna Sætran veitingakona. Mynd/Brynja

Í gær greindi DV frá því að Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK, væri í stjórn SVEIT og hafi þangað til fyrir skemmstu verið skráð formaður félagsins. Varamaður í stjórn Virðingar er 18 ára dóttir hennar Ronja Björk Bjarnadóttir. Sem sagt mæðgur sitja sitt hvorum megin við borðið við gerð kjarasamninga.

Sjá einnig:

Nafntogaðir veitingamenn á meðal þeirra sem Efling hefur blásið í herlúðra gegn

En eins og hér að ofan kemur fram eru tengsl þessara félaga enn þá meiri. Formaður SVEIT hefur eigna og fjölskyldutengsl við stjórnarkonu Virðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“