fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, segist ekki vita á hvaða ferðalagi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er á þessi misserin.

Hannes gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og nefnir afstöðu Íslands í málefnum Ísraels og Rússlands sem dæmi. Setur hann spurningarmerki við ýmsar ákvarðanir að undanförnu.

„Ég hef átt ágæt samskipti við utanríkisráðherrann, sem er mjög frambærileg og þekkileg, en ég veit ekki, á hvaða ferðalagi hún er þessi misserin. Hvers vegna lokuðum við ein Norðurlandaþjóða sendiráði í Moskvu? Hvers vegna fór Ísland ekki að dæmi margra annarra Evrópuþjóða og svaraði engu um hina fráleitu handtökuskipun á hendur forsætisráðherra Ísraels? Hvers vegna heldur ráðherrann áfram að ráðast á Ísrael, sem er að reyna að uppræta hryðjuverkasamtök?”

Sjá einnig: Jón allt annað en sáttur við Þórdísi Kolbrúnu:„Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli”

Þórdís Kolbrún tjáði sig meðal annars í gær um nýja skýrslu Amnesty um stríðið á Gaza. Í viðtali við RÚV sagði hún stríðið á Gaza óréttlætanlegt og ekki í samræmi við alþjóðalög. Þá tjáði hún sig í síðustu viku um handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag gagnvart Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins.

Sagði Þórdís Kolbrún við það tilefni í fréttum RÚV að íslensk stjórnvöld virði sjálfstæði og ákvarðanir dómstólsins. Áður höfðu til dæmis Bandaríkjamenn, auk fleiri þjóða, gagnrýnt handtökuskipunina harðlega og hafnað henni.

Hannes Hólmsteinn segir að utanríkisstefna Íslands eigi að vera einföld: Selja fisk og tryggja varnir.

„Við eigum að selja öllum fisk, líka Rússum og Kínverjum (þótt mér geðjist ekki að valdsmönnum þar), og hinir einu, sem geta tryggt varnir okkar, eru Bandaríkjamenn, og þess vegna eigum við að taka okkur stöðu við hlið þeirra. Virðing smáþjóða á alþjóðavettvangi stendur í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra, sagði Bjarni Benediktsson eldri. Það er Íslendingum um megn að frelsa heiminn. Þeir eiga að halda sér til hlés eins og Svisslendingar, hyggnasta þjóð Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar