fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Fyrrum þingmaður segir ákvörðun Bjarna óeðlilega: „Við eigum ekki að láta þetta yfir okkur ganga“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum ekki bara að láta þetta yfir okkur ganga,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, um þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, að gefa út hvalveiðileyfi til næstu fimm ára.

Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi vakið hörð viðbrögð.

Sjá einnig: Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Ágúst Ólafur segir að ákvörðun setts matvælaráðherra sé tekin í umboðslítilli starfsstjórn til fimm ára eingöngu sex dögum eftir að hafa verið kosin úr embætti.

„Alveg burtséð hvort fólk styðji stórhvalaveiðar eða ekki. Þetta er bara valdníðsla eins og hún er skilgreind. Þetta er bæði vond pólitík og vond lögfræði.“

Ágúst segir að augljóslega hafi fennt yfir lögfræðiprófið hans Bjarna.

„Þegar við lærðum lögfræði stóð í kennslubók stjórnskipunarréttar um starfsstjórn að henni er “ekki heimilt að taka mikilvægar pólitískar ákvarðanir nema þá að svo standi á að þær þoli enga bið”. Er þetta ekki pólitísk ákvörðun sem gat beðið? Við eigum ekki bara að láta þetta yfir okkur ganga,” segir Ágúst Ólafur.

Undir þetta tekur Þórður Clausen Þórðarson, fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarlögmaður, sem segir einfaldlega: „Sammála!“

Annar fyrrverandi þingmaður, Kristinn H. Gunnarsson, er hins vegar ósammála Ágústi Ólafi.

„Eðlilegt og sjálfsagt að afgreiða erindin og veita leyfin. Það er lögum samkvæmt. Að afgreiða þau ekki væri ekki samkvæmt lögum. Það er ekki stafur um starfsstjórn í stjórnarskránni. Það hugtak er ekki til. Ráðherra hefur allar sömu skyldur og réttindi hvort sem hann situr í meirihlutastjórn, minnihlutastjórn eða starfsstjórn sem kallað er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm